Ósmekklegar ávirđingar gagnvart borgarskjalaverđi í skýrslu KPMG

Nú verđur Borgarskjalasafn lagt niđur á morgun á fundi borgarstjórnar og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er ađ gjörningurinn sé til ađ spara. Ţađ sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftćđi ţađ er.


Skýrslan er međ eindćmum. Ţađ er alveg á hreinu ađ ţegar gagnrýni og ávirđingar á einhvern starfsmann eđa einhverja stofnun í skýrslu sem ţessari eru settar fram án ţess ađ gefa viđkomandi ađila tćkifćri til ađ tjá sig um máliđ áđur ţá er veriđ ađ brjóta stjórnsýslulög. Andmćlarétturinn er skýr. Á ţennan hátt er hćgt ađ segja hvađ sem er um hvern sem er. Flokki fólksins í borginni finnst ţađ ófagmannlegt í skýrslu sem ţessari ađ birta slíkar ávirđingar án ţess ađ andmćlaréttur viđkomandi sé virtur. Hver er kominn til međ ađ segja ađ ţessar ávirđingar séu á rökum reistar?


Gjörningurinn er sagđur sparnađur


Rekstur Borgarskjalasafns kostar nálćgt 7,5% af ţeim fjármunum sem hafa runniđ til starfsemi ţjónustu- og nýsköpunarsviđs ef tekiđ er nćrtćkt samanburđardćmi, á hverju ári ađ undanförnu (200 milljónir á móti ţremur milljörđum).


Hvađ fjármuni varđar ţá er enginn vandi ađ fá út háar fjárhćđir ef nógu mörgum árum er hrćrt saman. Í raun kostar rekstur Borgarskjalasafns ekki mikiđ. Laun undir 100 milljónum króna á ári og annar kostnađur um 100 milljónir á ári.
Einhverjir sjö milljarđar eru fundnir út međ ţví ađ leggja saman einhver sjö ár ásamt fjárfestingarkostnađi sem ekki er greindur frekar á neinn hátt í skýrslu KPMG.
Ekkert af ţessu var boriđ undir borgarskjalavörđ.

Allt ţetta ferli ţarf ađ rannsaka. Flokkur fólksins hefur ítrekađ óskađ eftir ađ gerđ verđi úttekt og stjórnsýsluskođun á starfsemi Ţjónustu- og nýsköpunarsviđs og hvernig ţeim gríđarlegu peningum, sem hafa runniđ til sviđsins á undanförnum árum, hefur veriđ variđ. Nú liggur fyrir ađ Innri endurskođun hefur á áćtlun sinni úttekt á stafrćnni innleiđingu og er fyrirhugađ ađ klára hana á ţessu ári.

 


Bloggfćrslur 6. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband