Kallað eftir heiðarlegum svörum í bókun um sorphirðumál í Reykjavík

Bókun lögð fram í borgarráði 17.8.

Sorphirðumálin í Reykjavík í sumar hafa vægast sagt gengið illa og kann þar margt að koma til. Fjöldi manns hafa kvartað sáran enda aðstæður sums staðar skelfilegar þegar kemur að sorphirðu. Í viðtali við ábyrgðarmenn var sagt að allt verkefnið gengið glimrandi vel og væri það á undan áætlun. Þetta hljómaði ekki vel í eyrum borgarbúa sem varla eru sama sinnis. Tunnur t.d. pappír og plast hafa ekki verið tæmdar vikum saman í sumum hverfum. Svo virðist sem allar áætlanir um tæmingu hafi farið út og og suður og margir spyrja hver sé eiginlega áætlaður tími fyrir losun á sorptunnum borgarinnar? Fulltrúi Flokks fólksins á afar erfitt með að skilja af hverju það var ekki fyrirséð að það þyrfti fleiri hirðubíla. Ýmsar vangaveltur eru í gangi með ástæður alls þessa og telur fulltrúi Flokks fólksins að rekja megi vandann jafnvel til yfirvinnubanns hjá Reykjavíkurborg. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir heiðarleika í þessu máli og þegar spurt er út í skýringar á töfum að sagður sé sannleikurinn.


Bloggfærslur 17. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband