Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá

Loksins fékk ég að flytja Loftkastalamálið í Borgarstjórn. Ég hef sjaldan lent í öðru eins við að koma einu máli á dagskrá í borgarstjórn. Fæstir myndu trúa því þótt ég segði frá því.

Hér er bókunin í málinu:
Á eigendum Loftkastalans hefur Reykjavíkurborg brotið sem fólst í að borgin útfærði ekki í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstaða gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa. Þetta er ákveðið og gert án vitundar lóðarhafa. Eigendur kærðu í þrígang til kærunefndar Umhverfis- og auðlindamála en málinu jafnoft vísað frá með þeim rökum að borginni væri í lófa lagið að leiðrétta mistökin og einnig að málið væri einkaréttarlegs eðlis. Viðurkennt er að borgin gerði mistök, leiðrétti þau ekki nægjanlega til að eignin verði nothæf.
Borgin lagði fram um lausn sem var lækkun á götum sem var þó látin halla að húsum Loftkastalans. Gatan er enn hærri en gólf núverandi húsa. Eigendur hafa ekki getað nýtt byggingarréttinn og er Reykjavíkurborg ábyrg fyrir skerðingu á rekstri 2ja fyrirtækja í 5 ár. Á meðan lóðin er ónothæf hafa eigendur haldið eftir greiðslu þrjú og fjögur sem eru vegna byggingarréttar og gatnagerðargjalda og háðar því að unnt sé að byggja á lóðinni. Borgin hefur nú lýst yfir að vilja rifta samningnum vegna vanefndanna jafnvel þótt Reykjavíkurborg hafi ekki orðið fyrir tjóni þar sem þessar greiðslur vegna byggingarréttargjalda og gatnagerðargjalda eru verðtryggðar samkvæmt kaupsamningnum.

Bloggfærslur 19. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband