Þetta finnst mér ósanngjarnt

Ég fékk skeyti frá manni sem býr í Austurbrún en hann fékk bréf frá Félagsbústöðum þar sem segir að í Austurbrún (tiltekin blokk) hafi safnast upp óflokkað sorp í sorpgeymsluna undanfarið og sorphirðan því ekki getað fjarlægt sorpið. Vegna þess hafa Félagsbústaðir ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að fjarlægja sorpið og munu innheimta aukalega með leigunni 01.12.2024 kr. 20.000,- á hvern íbúa. 
Þetta finnst okkur í Flokki fólksins með eindæmum ósanngjarnt og minnt er á að þeir sem þarna búa eru efnalítið fólk sem oft á ekki mat á diskinn sinn. Ég hvet til þess að Félagsbústaðir sýni meiri sanngirni í þessu máli og refsi ekki fólki sem ekkert hefur til saka unnið í flokkunarmálum. Þeir sem eru til fyrirmyndar eiga ekki að þurfa að líða fyrir slóðaskap annarra.

Ég hef lagt fram tillögu í borginni að vikið verði frá því að láta aðra borga fyrir slóðaskap annarra.


Bloggfærslur 27. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband