Í skugga eineltis

Í SKUGGA EINELTIS

Enn einn dagur að kveldi,
einmana sorgbitin sál.
Vonlaus, vesæl ligg undir feldi,
vafra um hugans sárustu mál.

Svíður í hjartað, stingir í maga,
sárkvíði morgundegi.
Háð, spott og högg, gömul saga,
hrópa eftir hjálp, ÞETTA ÞARF AÐ LAGA.
 
Til Liðsmanna Jerico með þökk fyrir það góða starf sem samtökin hafa unnið að í baráttu gegn einelti og til allra þeirra sem hafa verið og eru þolendur eineltis.
Frábært framtak að fá Tony og Kathleen til landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Kolbrún og alla þína góðu fræðsluþætti um lífið og tilveruna á INN. 

GN (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 16:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband