Klíniskir sálfræðingar, hvað gera þeir og hverjir eru þeir?

img_7521_992440.jpg

Nýlega var opnuð heimasíða Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði www.klinisk.is

Á heimasíðunni gefst almenningi kostur á að kynna sér faglegt starfssvið klínískra sálfræðinga þar sem fram kemur fyrir hvað sérgreinin stendur. Gefnar eru upplýsingar um menntun og starfssvið,  netföng  ásamt myndum af félagsmönnum.

Einnig hefur verið gefinn út upplýsingabæklingur félagsins sem hægt er að nálgast á heimasíðunni og á ýmsum heilsugæslu og læknastöðvum.

Félag sérfræðinga í
klíniskri sálfræði (FSKS) hefur verið starfandi frá árinu 1994 og hefur m.a. staðið fyrir ýmis konar fræðslu bæði fyrir fagfólk og almenning.

Formaður Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði er Álfheiður Steindórsdóttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband