Bara að svara spurningu Björns Vals

skmbl0198955.jpgSigurður Kári þarf bara að svara Birni Vali betur. Ekki nóg að segja bara að hann hafi engin tengsl.

Krafa fólksins er að upp á borð komi ítarleg svör sérstaklega um þessi viðkvæmu mál.

Það á ætíð að vera leyfilegt að spyrja spurninga. Maður bara verður að svara á heiðarlegan og einlægan hátt og það getur Sigurður Kári vel gert. Ég treysti honum alla vega vel til þess.

Þetta er eina leiðin til að eyða allri tortryggni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Eru engin takmörg fyrir lágkúru Alþingismann á Íslandi. Hvort sem viðkomandi heitir Sigurður Kár eða Björn Valur eða eitthvað annað þá er greinilegt að málefni skipta þetta fólk engu máli heldur hitt að troða skóinn hvort af öðru, ía að Gróusökum og tala um allt annað en það sem landi og þjóð er til gagns og sóma.  Tók þetta fólk ekki eftir því sem gerðis í sveitarstjórnakostningunum? Þetta ólk er að grafa eigin gröf og úrslit næstu alþingiskosnina verðu endurtekning á því sem gerðist í sveitarstjórnarkostningum í Reykjavík, Akureyri og fleiri sveitarfélögum.  Ég er farinn að trúa því sem Bjarni heitinn Benedikstsson sagði á sínum tíma, að því verr sem alþingismenn eru launaðir því meiri líkur til að til þeirra starfa veljist fólk sem hefur sýnt það og sannað að það hefur getur aflað sér tekna með dugnaði sínum og manndómi. Einnig má í því sambandi minnast orða Plató, að ekki verð vel stjórnað fyrr en þeir stjórna sem ekki vilja stjórna.

Tómas H Sveinsson, 11.6.2010 kl. 12:32

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála þessu með eilífðar skítkast sem þarna á sér stað en þó verða þessar upplýsingar allar er varða styrki og önnur krosstengsl að koma upp á borð ef þau hafa verið til staðar.

Ætli Besti flokkurinn bjóði sig svo ekki fram í næstu Alþingiskosningum og eftir það verða allir vinir á þinginu, eða hvað?

Kolbrún Baldursdóttir, 11.6.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Við skulum nú rétt vona að öll dýrin í skóginumn verði vinir.

Tómas H Sveinsson, 11.6.2010 kl. 15:08

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Auðvitað er langbest að svara bara beint út og hreinsa þannig andrúmsloftið.

Hins vegar brá Sigurður Kári á sama ráð og forsætisráðherra áður, að fara að fjalla um hvað allir væru vondir við sig.

Þetta fólk býður sig fram í starf þar sem gera má ráð fyrir snörpum deilum endrum og sinnum og það verður að geta bitið frá sér, svarað fyrir sig fullum hálsi.

Flosi Kristjánsson, 11.6.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Rétt en með því að fara í vörn í stað þess að veita upplýsandi svör heldur kannski eitthver að hann hafi eitthvað að fela.

Kolbrún Baldursdóttir, 11.6.2010 kl. 15:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband