Ansi margir þyrftu að taka pokann sinn. Ótrúlegur málflutningur Þórs Sari í hádegisfréttum.

Nornaveiðar?

Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur segir í Fréttablaðinu að margir aðrir þyrftu nú að segja af sér ef "þetta"eigi að vera afsagnarsök. Hér er verið að vísa í hvað hver vissi um gögn Seðlabankans um heimild til gengistryggingar.

Sigurður Líndal bætir um betur og segir að miða við þessa ruglingslegu umræðu hefði þetta getað haft mjög truflandi áhrif á fjármálalífið hefði ráðherra sagt frá álitinu.

Rétt er að bíða frekari upplýsinga í þessu máli og vissulega þurfa öll kurl að koma til grafar.

Ekki skal því kasta steini í meinta syndara. Kannski ágætt að stjórnmálamenn og aðrir sem nú hamast hvað mest líti sér nær. Eins má skoða hversu margir þyrftu að hypja sig úr hinum ýmsu embættum ef "þetta mál" eins og alla vega það lítur út þessa stundina, eigi að vera afsagnarsök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eins og tilurð þessarar ríkisstjórnar var og öll stóru orðin sem féllum um gegnsæi, heiðarleik og allt á borðum uppi, þykir mér enginn nornaveiðibragur á viðbrögðum almennings við lygum efnahagsmálaráðherra. Alþingi Íslendinga hefði brugðist við á annan hátt hefði því verið ljós alvara málsins og væntanlega tekið í taumana fyrr.

Ég get engan veginn fallist á að almenningur fari offari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.8.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Algjör stormur í vatnsglasi og lítilmannlegar árásir á mætan mann. Þetta vita þeir vel sem hæst láta eins og Þór Sari og Björn Bjarnason t.d. Svona er pólítikin.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.8.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hvað græðir Þór Sari á að Gylfi Magnússon segi af sér?

Hræðilegur málflutning Þórs í fréttum nú. Maðurinn gerir allt sem hann getur til að stofna til æsingar. Hvet fólk að hlusta á þetta og meta sjálft.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2010 kl. 12:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband