Bréf afhent útvarpsstjóra í dag

Viđ undirritađir frambjóđendur til stjórnlagaţings skorum á Ríkisútvarpiđ til ađ sinna skyldum sínum fyrir komandi stjórnlagaţingskosningar.

Greinargerđ
Samkvćmt lögum hefur Ríkisútvarpiđ ákveđnum skyldum ađ gegna í íslensku samfélagi. Í 3. gr. laga um Ríkisútvarpiđ er kveđiđ á um hlutverk ţess og skyldur. Ţar segir međal annars.

Útvarpsţjónusta í almannaţágu felur í sér eftirfarandi:
Ađ veita almenna frćđslu og gera dagskrárţćtti er snerta málefni lands og ţjóđar sérstaklega og međ ţeim hćtti tryggja hlutlćga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.

Ađ veita víđtćka, áreiđanlega, almenna og hlutlćga fréttaţjónustu um innlend og erlend málefni líđandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skođanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eđa almenning varđa.

 

Ţann 27. nóvember nćstkomandi fara fram sögulegar kosningar hér á landi til stjórnlagaţings og teljum viđ, undirritađir frambjóđendur til stjórnlagaţings, ţađ vera skyldu Ríkisútvarpsins ađ „veita hlutlćga upplýsingagjöf“ fyrir kosningarnar. Slík umfjöllun felst međal annars í ţví ađ fjalla um frambjóđendur, hlutverk stjórnlagaţings og framkvćmd kosningarinnar.

Ríkisútvarpiđ virđist hafa tekiđ ţá ákvörđun ađ fjalla sem minnst um stjórnlagaţingiđ, ađ ţví virđist vegna ţess hversu margir frambjóđendurnir eru. Skiljanlega er erfitt ađ fjalla međ viđunandi hćtti um stefnu 523 frambjóđanda međ hefđbundinni útvarps- og sjónvarpsdagskrá. Viđ sem erum í frambođi teljum ţó ađ Ríkisútvarpiđ geti sinnt skyldu sinni međ margvíslegum hćtti.

Viđ skorum ţví hér međ á Ríkisútvarpiđ til ađ sinna skyldum sínum um „víđtćka, áreiđanlega, almenna og hlutlćga fréttaţjónustu.“

Frambjóđendur til stjórnlagaţings 2010

Undirskriftir um 160 frambjóđenda.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband