Hvorki betri né færari

Í hópi frambjóðenda er gríðarlegu fjöldi af hæfu og færu fólki.

Ég skil vel ef kjósendur eru í vanda með val sitt. Mikill kostur er þó að hafa úr slíkum fjölda að velja og að geta valið svo marga sem raun ber vitni. 

Ég geri mér góða grein fyrir að enda þótt ég telji mig góðan kost í þetta verkefni þá er ég hvorki betri né hæfari til að takast á við það en fjölmargir aðrir frambjóðendur.

Vonandi velst á þingið hópur af heiðarlegu fólki sem á gott með að eiga samskipti. Hópurinn ætti helst að vera sem næst því að vera þverskurður af samfélaginu. Stjórnlagaþingmenn þurfa einnig að hugsa stöðugt um á meðan á verkefninu stendur, hvernig samfélag gagnast best komandi kynslóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband