Fréttamenn fengu bikar að gjöf á Bessastöðum í tilefni árs skóganna

Á blaðamannafundi á Bessastöðum í tilefni árs skóganna fengu fréttamenn gefins bikar sem er hannaður og smíðaður af Jóni Guðmundssyni, plöntulífeðlisfræðingi.

Á stilknum hangir hringur sem ekki er hægt að ná af. Hugmyndin er sú að bikarinn hafi þá eiginleika að hann tæmist aldrei af góðum áformum, því þau væru bundin í hring um hann miðjan og haggast ekki.

p1150127.jpg

p1150132.jpg

Ár skóganna, hér má sjá athöfnina á Bessastöðum

Árið 2011 er alþjóðlegt ár skóga að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda. Skógrækt ríkisins mun, í samvinnu við aðra hagsmunaðila í skógrækt, koma að ýmsum viðburðum á árinu í tengslum við ár skóga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband