Var eina skilnaðarbarnið í bekknum

Já tímarnir hafa breyst. Í grunnskóla eða barnaskóla eins og það hét minnist ég þess að hafa verið eina skilnaðarbarnið í bekknum. Gagnvart skilnaði foreldra var í þá daga takmarkaður skilningur.

Hvernig líður skilnaðarbörnum?

Sumum skilnaðarbörnum líður illa. Þeim finnst jafnvel skilnaður foreldra sinna stundum vera þeim að kenna. Þau upplifa jafnvel skömm.  Líðan getur stundum verið svo slæm að börn fráskildra foreldra reyna að láta lítið fyrir sér fara og vilja helst ekki að aðrir í skólanum viti um skilnaðinn.

Margt hefur breyst á 40 til 45 árum.  Án þess að hafa einhverjar rannsóknarniðurstöður til að styðjast við, þá vil ég engu að síður fullyrða að í sumum tilvikum er hægt að finna bekk þar sem jafnvel helmingur barnanna eiga foreldrar sem ekki búa saman.  

Samhliða þeirri staðreynd að skilnaðir hafa farið vaxandi hefur viðhorf til skilnaðar almennt séð breyst.   Núna eru þeir sem sinna börnum hvort heldur í skóla eða í tómstundum farin að skilja betur áhrif skilnaðar á börn og mögulegar afleiðinga hans á sálarlíf barnanna.

Alvarlegar og langvinnar afleiðingar eru helst í þeim tilvikum þar sem skilnaðurinn hefur haft langan og átakamikinn aðdraganda og þar sem börnin hafa jafnvel orðið á milli hatrammrar deilu foreldranna. Ekki bætir úr skák ef foreldrarnir halda áfram eftir skilnaðinn að deila og skammast út í hvort annað og nota börn sín til að ná sér niður á hvort öðru.
En það er efni í annan pistil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband