Loksins, gamla frumvarpiđ mitt til laga ađ verđa ađ veruleika

Mitt fyrsta og sennilega síđasta frumvarp til laga er ađ verđa ađ veruleika ađ ţví sem ég best get séđ. Hćkka á ökuleyfisaldur í 18 ára.

Á sínum tíma taldi ég mig fćra ágćt rök fyrir mikilvćgi ţess ađ hćkka lágmarksaldur ökuleyfis í 18 ár. Ég mćlti fyrir ţessu frumvarpi síđla dags í nćrveru afar fárra ţingmanna. Ţáverandi samgönguráđherra var reyndar svo almennilegur ađ vera viđstaddur.

Ţađ vildu ekki margir ţingmenn koma nálćgt ţessu frumvarpi. Pétur Blöndal var strax tilbúinn ađ vera međ og Ţuríđur Backman bćttist í hópinn á síđustu stundu.

Nú er ţetta ađ verđa raunin. Ég ćtla ekki ađ ţreyta bloggheim međ rökum ţessu tengdu en á ţau til ađ sjálfsögđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef alltaf veriđ sammála hćkkun á aldri hjá strákum jafnvel 20 ára. Stúlkur er ok 18 ára. Hjá strákunum er ţetta ađal karl hormóna aldurinn svo hugsunin fer öll í ađ sína hve flottir ţeir eru. Í bandaríkjum er undanţágur fyrir dreifbýli viđ vissar ađstćđur t.d. ađ komast í skóla og ekkert annađ

Valdimar Samúelsson, 15.2.2011 kl. 20:43

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- fegin er ég ađ ţetta var ekki svona ţegar ég og ţú tókum bílpróf :o))

- lyktar af forrćđishyggju "fullorđna" fólksins ((o:

Vilborg Eggertsdóttir, 15.2.2011 kl. 20:45

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég minnist ţess sjálf hvađ ég var kvíđin ţegar mín börn fengu bílprófsréttindi 17 ára og skelltu sér útí umferđina. Ţá óskađ ég ţess ađ lágmarksaldurinn vćri 18. Veit ekki hvort ég sé eina foreldriđ sem upplifđi ţetta. Alla vega, ţađ munar um ţetta eina ár ađ mínu mati.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.2.2011 kl. 22:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband