Breiđavíkurmáliđ

Ţađ er hrikalegt ađ hlusta á ţessar fréttir um vistun drengjanna í Breiđavík. Sérstaklega slćr ţađ mann hversu ungir sumir ţeirra voru ţegar ţeir voru sendir á ţennan afvikna stađ fjarri ţeim sem ţeir höfđu myndađ sterkustu tengslin viđ.  Ţetta voru bara kríli, 8 og 9 ára strákar. Ţegar mađur hugsar til ţessa tíma yfir höfuđ ţá er ţađ ekki bara Breiđavík. Hvernig var ţetta til dćmis á sjúkrahúsunum. Ef barn veiktist og ţurfti ađ leggjast inn fengu foreldrar ekki ađ vera nálćgt nema á heimsóknartímum. Ég hef heyrt ţó nokkra foreldra lýsa ţví hvernig var ađ ţurfa ađ skilja eftir grátandi barn sitt á sjúkrahúsi á ţessum tíma.  Eins var harkan mikil í sumum barnaskólum. Viđ sem erum 45 + munum sum hver eftir framkomu/viđmóti kennara og skólastjórnenda  sem ekki myndi vera samţykkt nú.  Á ţessum tíma var ţađ heldur ekki til siđs ađ börn létu mikiđ í sér heyra. Ef ţau höfđu sig mikiđ í frammi var ţeim oft refsađ á einn eđa annan hátt. Ţađ er í raun ótrúlegt hversu stutt er síđan ţessi „hugmyndafrćđi“ ríkti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband