Mikilvægt að dómari eigi þess kost að dæma sameiginlega forsjá

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á barnalögum.  Tekin hefur verið út heimild dómara til að dæma  foreldrum sameiginlega forsjá.

Þetta er miður.

Það er mjög mikilvægt að dómari eigi þess kost að geta dæmt sameiginlega forsjá. Þetta hefur án efa verið rökstutt víða og mun ég ekki gera það hér. Ekkert mál af þessu tagi er eins og skiptir verulegu máli að auka valmöguleika dómara og meðdómara.

Á mínum ferli sem sálfræðingur hef ég nokkrum sinnum verið meðdómari í forsjárdeilumálum og minnist ég a.m.k. tveggja dómsmála sem bráðvantaði að geta gripið til þess að dæma sameiginlegt  forræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er stærsti gallinn er þegar báðir foreldrar eru 100% sammála um sameiginlega forsjá, en þurfa að vísa skilnaði sínum til dómskóla vegna fjárskiptaágreinings. Þá er dómaranum bannað með lögum að skera úr um það svo jafnræðis sé gætt, öðruvísi en að dæma forsjánna um leið af öðrum hvorum aðilanum. Ef annað foreldri er óheppið getur það lent í því að bíða lægri hlut í báðum þessum atriðum, þ.e.a.s. fjárhagslega sem og forsjárlega.

Að tengja uppeldislega hagsmuni barna með þessum hætti órjúfanlegum böndum við einstaklingsbundna fjárhagshagsmuni hvors hjóna um sig, er síst til þess fallið að stuðla að sanngjarni lendingu í fjölda skilnaðarmála þar sem það væri sársaukaminnsta niðurstaðan að dæma um fjárskipti en láta forsjá lúta samkomulagi milli málsaðila, liggi slík sátt fyrir um þá hlið málsins.

Núverandi fyrirkomulag, og það sem Ögmundur virðist vilja festa í sessi, er þvilík rökleysa að heilbrigðri skynsemi ofbýður.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 11:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg óskiljanlegt. Og afsökun Ögmundar er hreint út úr kú. AÐ það sé betra að fólk geri út um þetta sjálft heldur en að fara með það fyrir dómstóla... Hverslags rök eru það eiginlega?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2012 kl. 13:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband