Mikilvćgt ađ dómari eigi ţess kost ađ dćma sameiginlega forsjá

Fyrir Alţingi liggur nú frumvarp um breytingu á barnalögum.  Tekin hefur veriđ út heimild dómara til ađ dćma  foreldrum sameiginlega forsjá.

Ţetta er miđur.

Ţađ er mjög mikilvćgt ađ dómari eigi ţess kost ađ geta dćmt sameiginlega forsjá. Ţetta hefur án efa veriđ rökstutt víđa og mun ég ekki gera ţađ hér. Ekkert mál af ţessu tagi er eins og skiptir verulegu máli ađ auka valmöguleika dómara og međdómara.

Á mínum ferli sem sálfrćđingur hef ég nokkrum sinnum veriđ međdómari í forsjárdeilumálum og minnist ég a.m.k. tveggja dómsmála sem bráđvantađi ađ geta gripiđ til ţess ađ dćma sameiginlegt  forrćđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţađ sem er stćrsti gallinn er ţegar báđir foreldrar eru 100% sammála um sameiginlega forsjá, en ţurfa ađ vísa skilnađi sínum til dómskóla vegna fjárskiptaágreinings. Ţá er dómaranum bannađ međ lögum ađ skera úr um ţađ svo jafnrćđis sé gćtt, öđruvísi en ađ dćma forsjánna um leiđ af öđrum hvorum ađilanum. Ef annađ foreldri er óheppiđ getur ţađ lent í ţví ađ bíđa lćgri hlut í báđum ţessum atriđum, ţ.e.a.s. fjárhagslega sem og forsjárlega.

Ađ tengja uppeldislega hagsmuni barna međ ţessum hćtti órjúfanlegum böndum viđ einstaklingsbundna fjárhagshagsmuni hvors hjóna um sig, er síst til ţess falliđ ađ stuđla ađ sanngjarni lendingu í fjölda skilnađarmála ţar sem ţađ vćri sársaukaminnsta niđurstađan ađ dćma um fjárskipti en láta forsjá lúta samkomulagi milli málsađila, liggi slík sátt fyrir um ţá hliđ málsins.

Núverandi fyrirkomulag, og ţađ sem Ögmundur virđist vilja festa í sessi, er ţvilík rökleysa ađ heilbrigđri skynsemi ofbýđur.

Guđmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 11:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţetta er alveg óskiljanlegt. Og afsökun Ögmundar er hreint út úr kú. AĐ ţađ sé betra ađ fólk geri út um ţetta sjálft heldur en ađ fara međ ţađ fyrir dómstóla... Hverslags rök eru ţađ eiginlega?

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 16.2.2012 kl. 13:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband