Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni?

Nú þegar verið er að ræða að byggja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni finnst mér sem líkurnar á að flugvöllurinn kunni að verða þar áfram til lengri tíma séu að aukast. Ég myndi fagna því mjög ef það yrði niðurstaðan. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þar, eða í næsta nágrenni, eigi að vera flugvöllur. Mörg gild sjónarmið eru fyrir því s.s. mikilvægi þess að staðsetning innanlandsflugsins sé sem næst sjúkrahúsi borgarinnar enda geta mínútur skipt máli þegar um bráðatilvik eru að ræða. Keflavík finnst mér aldrei hafa verið aðlaðandi kostur enda þótt margir líti á akstur á Leifsstöð sem skottúr. Sá tími sem tekur að fara frá Reykjavík og nágrenni og þar til gengið er út í vél er býsna drjúgur. Það vita þeir best sem leggja leið sína oft þangað í millilandaflug.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Alveg nóg að hafa sjúkraflugið hér í Reykjavík.  Annað flug getur vel verið á Keflavíkurflugvelli, enda á örfáum árum mun Reykjanes vera orðinn hluti af stórhöfuðborgarsvæðinu. Verðum að hugsa lengar þegar við erum að skipuleggja, ekki 10 ár heldur 50 ár.  Landbyggðarfólk verður að átta sig á því að í höfuborginni notar maður samgöngur og bifreiðar þó það sé nóg að labba bara á mörgum stöðum úti á landi, þar sem yfirleitt er stutt á milli staða. Þannig er það bara ekki hér í henni Reykjavík.  Síðan er nú alveg komið að því að þingmenn Reykjavíkur fari að verða duglegir í hreppapólitíkinni eins og ALLIR þingmenn annarra kjördæma virðast gera!

Vilborg G. Hansen, 19.2.2007 kl. 22:05

2 identicon

Ágætta fólk sem skrifar hér það verður að koma rök fyrir ykkar máli.

Við verðum að hafa Flugvöllinn í Reykjavík vegna nálægðar við sjúkrahúsin og fólkið sem býr úti á landsbyggðinni sem vill nota alla þá þjónustu sem það kýs sér verður að fá að lifa sínu lífi án afskipta gróðrapunga þá er átt við arkitekta og byggingarmeistara sem vilja flugvöllinn burtu. Við erum þjóð öll sama hvar sem við búum á landinu. Nóg er komið af því að misbjóða þessu fólki sem býr á landsbyggðini með sölu aflaverðmæta frá þessum stöðum enda er þetta fólk í hálfgerði fátækta gildru getur ekki farið annað vegna þess að eignir þeirra eru smáaurar í hugum þeirra sem búa á höfuborgasvæðinu.Þess vegna er ég sammála þér frú Kolbrún Baldurdóttir

Með bestu kveðju til ykkar.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:44

3 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og þið öll !

Þar kom að því;; loksins fyrirfinnst Sjálfstæðismaður, sem mígur ekki utan í hlutina, eins og flest flokkssystkina þinna, í veigamiklum málum, sem smærri. Auðvitað skal Reykjavíkurflugvöllur verða á sama stað, og verið hefir, a.m.k. meðan Reykjavík er höfuðstaður landsins.

Það er nú svo, Kolbrún, að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að missa allan trúverðugleik okkar, á landsbyggðinni; með alls konar hálfkáki og pempíuhætti, sbr. innflytjendamál - þjónkun við þau öfl, hver vilja brjóta niður íslenzka bændastétt, t.d. með átroðslu og yfirgangi gagnvart lögbýlum á Þjórsárbökkum, á ég þar við útvegun raforku, til fyrirtækis í öðrum landshluta, meðan VIÐ SUNNLENDINGAR þurfum á öllum ónýttum orkumöguleikum að halda, í framtíðinni, á ég þar við það, sem eftir lifir 21. aldarinnar a.m.k. Skírskota ég þar til Vestur- Skaftafells - Rangárvalla og Árnessýslna. Var kannski búið að afskrifa framtíðarmöguleika Suðurlandsundirlendis, og hálendis ?

Það er ekkert sjálfgefið, að við; sem á landsbyggðinni búum hlaupum neitt sérstaklega til, vanhagi byggðarlög við miðbik Faxaflóans um einhverjar lausnir, á málum sínum. Nógu mikla raforku höfum við útvegað, um áratugi til annarra landshluta, án nokkurra sérkrafna um lægra verð, okkur til handa.

Nú eigið þið nokkra afbragðsmenn innan ykkar vébanda, s.s. Sturlu frænda minn Böðvarsson, Björn Bjarnason, Einar Kr. Guðfinnsson og Kjartan Ólafsson. Þætti þér ekki betur við eiga, að einhverjir þessarra ágætu pilta væru við stjórnvöl flokks ykkar, miklu fremur en hin núverandi sjálfumglaða forysta, hver hrekur alla hugsandi Íslendinga frá flokknum ? 

Er ekki tími til kominn, að hinni skelfilegu ný-frjálshyggjubrjálsemi og einkavæðingarhrollvekju linni, og tekin verði upp, að nýju þau þjóðlegu og mannlegu gildi, á hverjum Sjálfstæðisflokkurinn byggði, í öndverðu ? 

Vara ykkur við gælum Illuga Gunnarssonar, með hugmyndum hans (í þætti Jóhanns Haukssonar, á Útvarpi Sögu í morgun), um einkavæðingu Landsvirkjunar, það væri mikið óheillaskref, sem margt annað, hvað yfir landslýð hefir dunið. Spyrja má, hvort ætlan þessarra manna, og þeirra fylgjara sé; að kljúfa þjóð okkar niður, enn frekar, að ófyrirséðu ? Skulu Íslendingar jafnvel hefja Vestur ferðir að nýju, vegna óbilgirni og yfirgangs ráðamanna, hér heima fyrir ?    

Vil ekki trúa, að þið séuð haldin sömu alþjóðavæðingar- og ''fjölmenningar'' glýju og Samfylkingin, leifarnar af Framsóknarflokknum og nokkrir aðrir, hverjir misst hafa sjónar á íslenzkum menningararfi og auðlegð allri, sem er Ísland sjálft. !  

Með þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sammála Kolbrúnu. Flugvöllurinn þarf að vera á sínum stað, en fyrir minn smekk er það fyrst og fremst spurning um hagræðingu, því völlurinn er hagkvæmastur í borginni. Ekki lengst fyrir utan. Sjálfur vill ég fá millilandaflugið í Vatnsmýrina líka en á mér fá vini í þeim efnum. Sennilega er það bara að mér leiðist svo þessi Keflavíkurvegur, sérstaklega eftir 5 klst flug frá Ameríku sem lendir kl 6:00 að morgni og þá er þessi Keflavíkurkafli eftir.

Svo má benda á að Boston er með sinn flugvöll alveg rétt við miðbæinn. Skottúr og afar hagkvæmt! New York er með tvo velli og annar (LaGuardia) er í Queens hluta borgarinnar þar sem byggð er all þokkalega þétt.

50km í Keflavík telst sennilega heimsmet ef farið er yfir skrár yfir lengdir frá miðbæ að flugvelli.

Ólafur Þórðarson, 20.2.2007 kl. 04:05

5 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Ef málið eru sjúkrahúsin þá á einfaldlega að byggja upp þessa þjónustu á landsbyggðinni.  Af hverju á það að vera lögmál að landsbyggðarfólk þurfi að sækja sjúkraþjónustu hingað til Reykjavíkur.  Er ekki kominn tími til að snúa þessari hugsun við.  Maður heyrir einnig þau rök að ef flugvöllurinn fari til Reykjanesbæjar þá þurfi fólk að keyra svo langt frá flugvellinum.  Hvað með fólk á Reykjanesi, Selfossi, Borgarnesi, Skaganum o.s.frv.  Það þarf að keyra í bæinn ef það þarf að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur.  Eigum við þá ekki bara að fljúga þaðan líka og heima að dyrum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi!

Vilborg G. Hansen, 22.2.2007 kl. 21:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband