Höft landbúnaðarstefnunnar eins og hún er í núverandi mynd.

Sú landbúnaðarstefna sem nú ríkir er vægast sagt erfiðleikum bundin og lítt vænleg til að skapa eðlilegt umhverfi á landbúnaðarmarkaði. Núverandi styrkjakerfi miðar að því að styrkja eingöngu gömlu búgreinarnar og  hindrar að sama skapi að aðrar búgreinar nái fótfestu. Dæmi um nýjar búgreinar sem gætu þróast fengju þær tækifæri eru hreindýrarækt, kornrækt,  villisvínarækt,  sauðnaut og strútar svo fátt eitt sé nefnt. Af hverju sjá bændur þetta ekki?
Þeir ríghalda í gamla kerfið enda kannski ekki skrýtið þar sem engum smá fjármunum er varið til að halda þeim gangandi í þessu gamla, ósveiganlega kerfi. Ég vil benda á góða grein um þessi mál sem var í Mbl. um daginn eftir Margréti Jónsdóttur. 
Annað þessu tengt eru vandkvæði íslenskra bænda að selja afurðir sínar beint. Breyta þyrfti lögum og reglugerðum þannig að íslenskir bændur geti unnið og selt afurðir sínar beint til kaupenda, enda séu þeir ábyrgir fyrir framleiðslu sinni.  Hér kemur ýmisleg framleiðsla til greina t.d. á minjagripum, sultum, pönnukökum, kökum, brauði og öðrum matvælum. Það ferli sem framleiðandi þarf að ganga í gegnum áður en hann getur selt vöru sína er, eins og sakir standa, óþarflega flókið og viðamikið. Staðan í dag er með þeim hætti að til þess að mega framleiða og selja matvæli þarf að taka framleiðslustaðinn út. Framleiðslunni fylgir síðan ámóta eftirlit, líkt og væri um verksmiðjuframleiðslu að ræða. Skilvirkasta eftirlitið felst í þvi að bændur og aðrir þeir sem eru með heimilisframleiðslu séu einfaldlega ábyrgir fyrir sinni vöru. Það eina sem skiptir máli í þessu sambandi er að ef upp koma vandkvæði með vöruna eða í tengslum við hana, verður að vera hægt að rekja hana til seljandans. Víða liggja möguleikar.


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er hjartans mál okkar allra,þessir styrkir eiga engan rett á ser lengur,lengir bara olina hjá sumum sem verða að hætta/Hinir verða að stækka buin og hagræða/Þetta er bara þjófnaður sem viðgengst og sem ölmusa að mer fynnst,og er þó mikill Bændavinur!!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.2.2007 kl. 10:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband