Forðast að draga ótímabærar ályktanir

Í ljósi þeirrar miklu umræðu um eineltismál þessa dagana vil ég benda á að heildarmynd máls liggur ekki fyrir fyrr en búið er að rannsaka það, ræða við alla aðila. Mál koma frekar upp, festa rætur og vinda upp á sig ef:

Skóli/félag og foreldrar hunsa að ræða um samskiptahætti og reglur með markvissum hætti
Sagt er að einelti sé tekið alvarlega en það síðan ekki gert
Úrvinnsla er dregin á langinn í þeirri von um að vandinn hverfi
Ekki er rætt við geranda (foreldra ef um barn er að ræða) um efni kvörtunarinnar
Ekki er gætt að öryggi þolanda á staðnum
Þeir sem vinna að úrvinnslunni eru meðvirkir: leyfa reiði/afneitun einhvers að villa sér sýn
Reyna að þagga málið

13_text.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband