Hin mörgu mistök Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í samstarfi við minn góða Flokk (Sjálfstæðisflokkinn) árum saman og ég veit að samstarfið hefur verið gott sérstaklega ef tekið er mið af svo löngu hjónabandi. Margir framsóknarmenn og konur eru líka yndislegt fólk, því kynntist ég í eigin persónu þegar ég var á þinginu. Öll uxu þau í áliti hjá mér við kynni.  Þegar, hins vegar, litið er aftur í tímann og stefna og framkvæmdir Framsóknarflokksins skoðaðar svona þegar hann er að spila upp á eigin spýtur, þá blasa mistökin við og sum þeirra býsna alvarleg. Skemmst er að minnast kosningaloforðs Árna Magnússonar um 90% lánin og sá rússíbani sem kom í kjölfar þess í lána- og bankamálum. Þessi bolti nánast sneri þjóðfélaginu á hvolf. Svo er það blessuð landbúnaðarstefnan sem við höfum verið að blogga heilmikið um upp á síðkastið. Listinn er langur svo mikið er víst og nær langt aftur í tímann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég kann líka afskaplega vel við marga Framsóknarmenn og er meira að segja farinn að tryggja hjá Vís.

Mistökin eru bara of mörg og of alvarleg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl Kolbrún. Takk fyrir að tala fallega um Framsóknarmenn og konur. Já, svo þú ert varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ertu ekki að gleyma því að þetta er stjórnarsamstarf þessa tveggja flokka? Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið saman að þeim málum sem ríkisstjórnin setur fram.

Mér finnst svoldið ,,lúalegt" að koma með svona kast núna. Hvers vegna sagðir þú ekki þitt álit á fundum með flokknum þínum? Hvers vegna sagðir þú ekkert þar sem þú ert varaþingmaður?

Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er eflaust hægt að fara í það að finna samsskonar lista á Sjálfstæðisflokkinn, en þannig er ekki samstarf. Með styðja hvort annan. Þannig er ríkisstjórnarsamstarf.

Það er eflaust margt sem mátti betur fara, en mér dettur ekki í hug að fara kom með "lista" á Sjálfstæðisflokkinn.

Vonum það besta í vor!

Sveinn Hjörtur , 1.3.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég persónulega hef nú ekki mikið haft að segja um þetta samstarf en eins og fram hefur komið veit ég til þess að samstarfi mlli þessara tveggja flokka hefur verið gott. En hvað er nú í gangi. Það sem ég heyrði í fréttum áðan er að hugmyndir eru enn uppi um þessi  90% lán. Er ekki nóg komið af þessari vitleysu? Auðvitað er hver og einn ábyrgur fyrir sínum lántökum en ungt fólk freistast til að að halda að þetta sé sniðugt. Þau eru mörg hver ekki að horfa langt inn í framtíðina eða að átta sig á því að skuldir hverfa ekki bara. Spurt af í fréttunum áðan hvort þetta væri kosningatitringur. Kannski getur þú svarað því Sveinn?

Kolbrún Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Ég held nú ekki að það sé komin titringur. Ef ég á að vera hreinskilin þá held ég að þetta langa hjónaband sé senn á enda. Það endaði held ég þegar Davíð og Halldór fóru. Allt breyttist, bæði hjá ykkur og Framsókn. Held að báðir flokkar séu í naflaskoðun og að reyna finna rótina hjá sjálfum sér!

Flokkar hætta ekki bara svona í einni svipan! Þeir gleyma sér eflaust, en þá er málið að finna sig aftur. Ég hef orðið var við það hjá mörgum að það sé komið nóg með þetta samstarf?

Þetta með íbúðalánasjóð, og það að hækka í 90%, er eiginlega of langt mál til að ræða hér. í stuttu máli; Mér finnst þetta vera rétt ákvörðun og það auðveldi fyrir fólki.

En það er alveg á hreinu að stór þáttur í þessu verðæði á íbúðarhúsnæði er margþætt; Sveitafélögin og sérstaklega Reykjavík, þar sem "sukkað" var með lóðir í tíð R listans, og lóðaskortur var mikill. Grafarholtið er dæmi um brask... því miður. Ég er óhræddur að viðurkenna það að þar fannst mér að Framsókn hafi ekki staðið sig nóg. Engan vegin hægt að afsaka svona lóðarskort...

Sveinn Hjörtur , 1.3.2007 kl. 20:54

5 identicon

Ertu ekki í vitlausum flokki? Forræðishyggjufólkið er í Vinstri Grænum!

Þorsteinn F (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 21:58

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég er þeirrar skoðunar Þorsteinn að ekkert samfélag geti verið algerlega án forræðishyggju. Markmiðið er að draga sem mest úr henni. Sem dæmi um forræðishyggju sem er algerlega óþörf er að skikka eldri borgara til að fara af vinnumarkaði við ákveðinn aldur. Fleira mætti týna til.

Kolbrún Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 10:22

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Svo er það hitt Þorsteinn að það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að í honum sé fólk sem hlúir að félagslegu hliðinni, hinum svo kölluðum mjúku málum ekki satt?

Kolbrún Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 12:35

8 Smámynd: Sveinn Árnason

Nú eru samherjar farnir að kíta. 90 % lánin eru mjög góð fyrir fólk á landsbyggðinni sem engan kost eiga hjá bönkunum um húsnæðislán. En Kolbrún, ég held, að þar sem þú vilt hlúa að félagslegum málefnum þá sért þú í vitlausum flokki.

Sveinn Árnason, 3.3.2007 kl. 21:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband