Fermingarbćklingur Smáralindar; er forsíđan klúr?

Ég verđ nú ađ segja ađ ég staldrađi ekkert viđ ţessa forsíđumynd á fermingarbćklingi Smáralindar ţegar hann barst mér í hendurnar. Nú les ég ađ sumir telja myndina óviđeigandi, hún sýni unga stúlku í vel ţekktri stellingu úr klámmyndum. Ţegar betur er ađ gáđ finnst mér nú reyndar ţessi stelling frekar hallćrisleg en mér finnst líka ađ viđ verđum ađ vara okkur á ađ gengisfella ekki umrćđuna um klám. Hvađ ţetta varđar ríkir án efa mikill einstaklingsmunur; ólíkar upplifanir og skynjun fólks međ ólíkan bakgrunn osfrv. Vissulega er gott ađ vera vakandi fyrir öllu sem gćti skađađ eđa misbođiđ fólki sér í lagi börnum en ţađ ţarf líka ađ varast ađ oftúlka ekki eđa missa okkur út í öfgar í ţessu eđa nokkru öđru. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

En segir ţetta ekki nokkuđ mikiđ um ţá sem sjá ţetta sem klám ţ.e. ţarna er barn í einhverri stellingu (skiptir ekki máli).  Barn er bara barn og ekkert klámfengiđ viđ ţađ, nema eitthvađ sé í huga ţess sem horfir, eđa hvađ!

Vilborg G. Hansen, 9.3.2007 kl. 15:51

2 identicon

Ég segi fyrir mig ađ jafnvel ţótt ţessi forsíđa hafi ekki slegiđ mig sem klám sló hún mig vissulega dálítiđ...ţegar ég leit á forsíđuna fékk ég svona tilfinningu eins og eitthvađ plagađi mig en ég átti erfitt međ ađ greina hvađ nákvćmlega.

Viđ nánari skođun á forsíđunni held ég ađ máliđ hafi veriđ ađ mér fannst ţetta ekki "fermingarmynd". Stúlkan var til dćmis í skóm sem mér finnst ekki hćfa stúlkum á hennar aldri (nema náttúrlega ţegar ég var á ţessum aldri sjálf ;)...hefđi gefiđ mikiđ fyrir ađ fá ađ ganga í svona 13 ára), stellingin var kjánaleg og mér fannst ţessi tuskudýr...jú, dálítiđ klámleg. Ég nefnilega stórefa ađ hún hefđi undir einhverjum kringumstćđum veriđ látin halda á tuskudýrinu ţví krakkar á ţessum aldrei eru jú vaxin upp úr ađ leika sér međ bangsa (amk flest) og ţví spyr ég mig...hvers vegna voru dýrin ţarna?

Sammála ţví ađ ţađ er ferlegt ađ sjá klám út úr öllu en ég spyr mig hvort klámvćđingin sé orđin slík ađ fólki sé fariđ ađ finnast margt í lagi sem hefđi ekki veriđ í lagi áđur. Ég er amk á ţví ađ svona forsíđa hefđi ekki birst fyrir segjum 10-15 árum...á ţeim árum voru stúlkur sýndar öđruvísi.

Hulda (IP-tala skráđ) 9.3.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 It´s in the eye of the beholder.

Ţćr eru gjörsamlega ađ missa sig sumar í kvennabaráttunni. TalsKONA Feminista fór t.d. yfir strikiđ í klám umrćđunni, sem ég fjallađi um hér . En Guđbjörg ţessi Hildur Kolbeins sem tók fyrir "Klámmyndina" (aumingja stelpan sem sat fyrir á myndinni) hefur gert sig seka um afglöp, fyrr á blogg-síđu sinni. Hún fjallađi sem sagt um ţátt Kastljóssins um Breiđuvíkurdrengina á hreint furđulegan hátt. 2. Sigmar "bloggađi"  eftirminnilega um ţetta blog hennar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Já Gunnar ég er sammála ţér mér finnst sumir femíninstar alveg vera ađ tapa sér.  Ţađ er í raun alveg hrćđileg ţessi umrćđa, telpunnar vegna sem sat fyrir á myndinni í bćklingnum.  Ađ vera ađeins 14 ára og líkt viđ klámstörnu er bara ófyrirgefanlegt og ekki ljóst hvađa afleiđingar ţetta mun hafa fyrir hana í framtíđinni.  Spurning hvađa rétt foreldrar hennar hafa hreinlega gegn ţvílíku fyrir hennar hönd og ţá er ég ađ tala um hreint og klárt "meiđyrđi" í ţví sambandi.  Kannski Kolbrún sem sálfrćđingur geti nánar upplýst okkur um tilfinningar sem fara af stađ viđ svona samlíkingu fyrir telpuna og hvađa afleiđingar félgaslega og tilfinningarlega ţetta getur haft?  Er ţetta komiđ út í eitthvađ sem kemur nćrri misnotkun í einhverrri mynd?

Vilborg G. Hansen, 10.3.2007 kl. 08:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband