Pólitískar embættisráðningar og klíkuskapur

Það er vonandi að pólitískar embættisráðningar og annar ámóta klíkuskapur innan stjórnmálaflokka fari nú brátt að heyra sögunni til. Hvernig skyldi þessum málum vera háttað hjá nágrannaþjóðum okkar?
Enn virðist þetta vera algengt hér á landi sbr. umfjöllun í Fréttablaðinu í dag en þar kemur m.a. fram að pólitískar embætisráðningar i utanríkisþjónustunni hafi aukið til muna undanfarin ár. Ef klíkuskapur hvort sem það eru ættar- eða vinatengsl á að ráða hver fær hvaða embætti eða stöður þá má gera því skóna að sá hæfasti hreppi sjaldnast hnossið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað koma þessar upplýsingar varaþingmönnum Sjálfstæðisflokknum á óvart. Þetta eru bara tilraunir í þá átt að fá fólk til að efast um t.d. faglega ráðningu tiltekins frænda manns, sem ég man ekki hver var, í stöðu dómara við Hæstarétt. En nú langar mig að segja þér skondna sögu:

Góður kunningi minn var staddur í veislu og hafði farið akandi á eigin bíl. Þegar veislunni lauk var hann orðinn ölvaður. Hann var að búa sig undir að hringja á leigubíl þegar vinur hans upplýsti hann um að viðurlög við ölvunarakstri hefðu verið felld úr gildi nýlega og þessvegna væri öllu óhætt. Hann trúði þessu og lagði af stað á bílnum. Hann var stöðvaður af lögreglu og spurður að því hvort hann hefði nokkuð bragðað áfengi?. Maðurinn játti því og kvaðst hafa fengið um það upplýsingar sem hann legði trúnað á, að ölvunarakstur væri ekki lengur refsiverður. Þetta fannst laganna þjónum skondin saga og kærðu manninn fyrir athæfið. Fyrir rétti bar maðurinn fyrir sig áðurnefnda skýringu og verjandi hans krafðist sýknu. Málið endaði hjá Birni dómsmálaráðherra sem lagði til sýknu vegna þess að ölvunaraksturinn hefði ekki verið refsiverður "Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar brotið var framið!" Það gerir ekki betur en að ég trúi þessu.

En þú? 

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sagan er skondin, auðvitað uppspuni einn, enda söguspersónan óraunverulega trúgjörn að kaupa það að viðurlög við ölvunarakstri yrðu felld úr gildi

Kolbrún Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 14:47

3 identicon

Ertu að meina að Davíð og Halldór séu óraunverulega trúgjarnir? Ef það skyldi nú vera tilfellið þá skýrir það auðvitað margt. Og vel að merkja,; það var fjöldi ríkisstjórna út um allan heim og m.a. framkvæmdastjóri S.Þ. sem létu ekki glepjast þrátt fyrir "þær upplýsingar sem lágu fyrir"!

Árni G. (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:22

4 identicon

Ráðning í störf og embætti ræðst alltaf af huglægu mati þess sem ákvörðunina tekur. Að vísu hefur þróunin hin síðari ár orðið til þess að formið er að bera efnið ofurliði. Þannig er fremur litið til formlegrar menntunar, en raunverulegra mannkosta. Miklu frekar er spurt hver ertu í stað þess að spyrja hvað geturðu? Þetta er vond þróun. Ég er ekki viss um það að þeir sem ráðnir voru til starfa hjá Utanríkisráðuneytinu hafi verið óhæfir, ég býst við því að þeir hafi allir í reynd uppfylgt "efnið" þótt auðvelt sé að finna að "forminu". Af þessum ástæðum hygg ég að ekkert sé athugavert við ráðslagið. Miklu varhugaverðara er að setja sér þá takmörkun að ekki skuli velja til starfa einstakling, sem t.d. reykir, eða er yfir kjörþyngd. Með slíka hugmyndafræði að vopni er næsta víst að engin vissa er fyrir því að finna "besta" starfsmanninn. Mér sýnist sem áhyggjur þínar af pólitíkum embættisveitingum og klíkuskap séu óþarfar.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað eru ráðnigar oft Pólitiskar og það ekkert undarlegt,en það má breita þessu með vinavæðinguna!!!!!, og þetta verður alltaf umdeilt i svona littlu þjóðfelagi þar sem flestir eru eitthvað skyldir og allir þekkja alla!!!!///Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.3.2007 kl. 23:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband