Ísland í dag og Kastljósið kvöldið 26. mars.

Bæði Ísland í dag og Kastljósið voru með áhugavert efni í kvöld. Fyrst má nefna aurskriðuna fyrir norðan. Mikið lifandi skelfing er þetta fólk frábært, sterkt og mikil ljúfmenni. Þau halda fullkominni yfirvegun. Manni finnst eitthvað svo dapurt að sveitarfélagið skuli ekki einfaldlega koma þarna og taka til hendinni. Öðruvísi verður ekki svona verk, sannkallað drulluverk unnið. Ég skora á Eyjafjarðarsveit að taka málið í sínar hendur.
Svo er það viðtalið við veslings fyrrverandi lögreglumanninn hann Björn. Ég minnist þess að hafa lesið um þetta í einhverju dagblaðanna á sínum tíma, þá sjálf nýkomin heim frá námi. Síðan fréttist ekkert meira af þessu. Hitt er að svona var þetta á þessum árum og allt fram til þess að vitundarvakning varð í þjóðfélaginu og Barnahús var stofnað. Ég er svo sannfærð um að svona viðbrögð eins og þessi maður, Björn, sýndi þegar stúlkurnar leituðu til hans voru ekki svo óalgeng á þessum tíma. Hann má eiga það karl greyið að hann viðurkenndi mistökin og er tilbúinn að biðjast afsökunnar. En svona var þessi samtími.  Fólk réði einhvern veginn ekki við umræðu af þessum toga eða þessi  hugtök hvað þá að ímynda sér hvernig bregðast ætti við. Lausnin var að þagga upplýsingar, vitneskju um svona lagað í hel skytust þær upp á yfirborðið. Ef grunnsemdir voru til staðar voru þær einnig oft bældar niður.
Margt vatn hefur runnið til sjávar í þessum málaflokki, svo mikið er víst. Ég spái í hvernig mínir eigin foreldrar hefðu brugðist við hefði maður lent í því að vera misnotaður/áreittur kynferðislega og ákveðið að segja frá því.  Svei mér þá, ég er ekkert viss um að neitt hefði verið gert nema manni ráðlagt að forðast viðkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get bara ekki fundið neitt í mínu hjarta til að finna til vorkunnar fyrir þennan lögreglumann.  Ef hann hefði haft smá vott af samkennd eða kærleika í sínu hjarta hefði hann gert það sem hann sagði í kvöld að hann hefði átt að gera, en gerði ekki.  Fyrir þetta má hann sennilega iðrast það sem eftir er.  En iðrunin kom of seint, ekki fyrr en hlutirnir voru stafaðir ofan í hann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg kanast við Björn ,þarna fer afbrags maður að minu áliti bæði sem Lögregglum og hestamaður/þessi timar eru svo breittir að það halfa væri nóg "!!!siðan þetta gerðist/eg er ekki viss hvað eg hefði gert þarna ,það er tvieggjað,eins og kom i ljos!!!en svona er þetta aðrir timar i dag,og gott að vera vitur eftirá/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.3.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: halkatla

Ásthildur hittir naglann á höfuðið

halkatla, 27.3.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vitundarvakningin og opnun Barnahúss var ekki á sama tímapunkti.  Áður höfðu öflug kvennasamtök tekið ofbeldismál og stuðning við þolendur heimilisofbeldis upp á sína arma við lítil fagnaðarlæti hjá batteríinu.  En það virðist þurfa að líða ansi langur tími frá vitundarvakningu í samfélaginu þar til "kerfið" svarar köllun. En opnun barnahúss var merkilegur og góður áfangi á þeirri leið að koma börnum sem misnotuð eru til stuðnings og hjálpar.

Vildi bara hnykkja á uppröðun sögunnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 16:14

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk Jenný, hárrétt hjá þér, þetta rennur allt saman í hausnum á mér, mér finnst þessar breytingar hafa gerst svo hratt. Ég miða allt við 1991 þegar ég kom heim eftir 5 ára framhaldsnám í USA þar sem þessir hlutir voru komnir all miklu lengra alla vega í umræðunni. Ég er mjög ánægð með Barnahús enda farið margar ferðir þangað með börn á 7 ára tímabili sem ég var starfsmaður Barnaverndarnefndar Kópavogs. Þess vegna er ég líka ósátt við að Héraðsdómur Reykjavíkur vilji ekki nota aðstöðuna þar. Alveg sama hvað dómararnir segja þar, aðstaðan í Héraðsdómi er ekki eins góð/barnvænleg og í Barnahúsi.

Kolbrún Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 18:27

6 identicon

Sammála höfindinum um viðbrögð, allavega minnar kynslóða foreldra.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband