Hugur (ekki hagur) Hafnarfjarðar, hver er hann?

Jæja, nú er að koma að því. Spennan vegna kosninganna í Hafnarfirði fer vaxandi. Hver skyldi nú hugur Hafnarfjarðar vera á morgun?  Mér skylst að úrslitin geti oltið á örfáum atkvæðum. Ég hef reynt að fylgjast með umræðunni og heyri eitt og annað þessu tengdu í starfi mínu í einum grunnskóla Hafnarfjarðar. Aragrúi greina hefur verið skrifaður með og á móti. Enda þótt ég sé ekki fullnuma í bakgrunnsfræðunum hef ég myndað mér skoðun á þessu máli. Ég er með stækkun álvers í Hafnarfirði. Mér finnst í raun að ekki einungis Hafnfirðingar hefðu átt að fá að kjósa um þetta. Málið snertir marga aðra en þá. Satt að segja finnst mér það óðs manns æði að vera á móti þessu og myndi sannarlega finna til með bæjarbúum verðir niðurstaðan sú að stækkuninni verði hafnað.
Í Mbl í dag er ágætis yfirlit (á bls. 20) um margvísleg rök sem andstæðingar og stuðningsmenn stækkunar færa fyrir máli sínu. Eftir að hafa lesið það finnst mér rök þeirra sem eru á móti, alla vega sum hver, afar ósannfærandi.  Til dæmis þar sem segir „Hótanir Alcan um að loka í Straumsvík fái þeir ekki að stækka hafa verið kallaðar hræðsluáróður af okkur andstæðingum stækkunar“.  Að mínu mati eru þetta engin rök heldur afneitunar og blekkingaleikur. Það er afar líklegt ef ekki staðreynd að verði stækkun ekki samþykkt þá muni innan skamms ekkert álver vera í Hafnarfirði.  Með því að hafna þessu eru starfsmöguleikar Hafnfirðinga í uppnámi, tekjum kastað á glæ og hætta á að fyrirtæki flosni upp. Hafnfirðingar! Ekki láta það gerast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Að sjálfsögðu sigrum við.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 09:47

2 identicon

Ef álverið væri yki mengun í heiminum án nokkurrar réttlætingar þá myndi ég kjósa gegn því og sætta mig við fækkun starfa. Hins vegar er staðreyndin þveröfug. Sem náttúruverndarsinni styð ég stækkun því með því sparast náttúruauðlindir og CO2 annars staðar í heiminum og það er til hagsbóta fyrir alla.

Kveðja
Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:57

3 identicon

Afsakaðu, fékk bakþanka eftir að hafa skilið eftir mig svona skilyrðislausan stuðning við álver.
Sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins finnst mér þú bera ábyrgð á þessari hörðu, ósanngjörnu og vitlausu umræðu sem hefur verið um náttúruvernd á Íslandi undanfarin ár.
Hvet þig til þess að beita áhrifum þínum sem varaþingkona til að kynna Íslendingum það sem er raunverulega að gerast í heiminum. Fátækt, skógareyðing og aukin stríð um auðlindir. Íslendingar eru fáránlega fáfróðir um þessi málefni sem sýnir sig í "náttúruverndarsinnum" sem tala gegn álveri og um að kaupa sér nýjan jeppa í sömu setningunni.

Kveðja
Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg tek núna mark á Davið!!!! hætta við þetta ,allavega i bráð!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.3.2007 kl. 16:35

5 identicon

Ég bara spyr, hvað hefur litli Hafnarfjörðurinn okkar að gera með stæðsta álver í heiminum, ha ??

Þú spáir kannski líka í því því stærra álver, því meira rafmagn þarf að keyra það með sem gæti þýtt fleiri virkjanir, sem ég er algjörlega á móti þar sem nú þegar er búið að eyðileggja nógu mikið af paradísum á Íslandi !

Vilt þú sem íbúi í nánasti grendi við Álverið þitt, láta lítið ungabarn sofa íui í vagni við þessa mengun sem kemur frá þessu skrímsli, vilt þú virkilega tvöfalda sjónmengunina í Hafnarfirði með þessu ?

Heldurðu virkilega að 1200 Hafnfirðingar fylli þessi störf sem verða í bioði, kæmi mér alls ekki á óvart ef það myndi koma straumur af pólvejum, portúgölum eða einhverri annari þjóð ( ekki fordómar ) heldur sýna fram á að þessi störf færu ekki bara til Hafnfirðinga.

Gerirðu þér grein fyrir að vextir og þess háttar muni hækka ef framkvæmdir við stækkunh álversins mun verða að veruleika, þú ert væntanlega nógu efnuð í það, en það eru ekki allir !

Mikið vona ég innilega að náttúran fá að ráða ríkjum á mogun en ekki fégráðugt fyrirtæki !

góðar stundir.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:36

6 identicon

jamm  - ekki er það nú gott.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband