Heimilisofbeldi: meðferðarúrræði fyrir ofbeldismenn

Í framhaldi af pistli mínum um heimilisofbeldi um helgina langar mig að benda á meðferðarúrræðið „Karlar til ábyrgðar“ sem sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson standa fyrir. Þetta má sjá í Mbl. í dag á bls. 24.  Það voru all nokkrir sem tóku þátt í umræðunni um þetta efni hér á bloggsíðunni og sumir hverjir voru einmitt að velta fyrir sér hvaða úrræði stæði ofbeldismönnum til boða. Hér kemur sem sagt eitt af slíkum úrræðum. 
Hafi karlar hug á meðferð vegna ofbeldishegðunar þá segir í umfjöllun Mbl. að nóg sé að panta tíma annaðhvort hjá Andrési eða Einari eða hringja í 1717 vinalínu Rauða krossins, sem er símaþjónusta allan sólarhringinn. Ef þið vitið um einhvern sem myndi gagnast svona meðferð þá er ekki úr vegi að koma þessum upplýsingum áleiðis.
Þetta er frábært framtak hjá kollegum mínum Andrési og Einari Gylfa sem báðir eru þaulreyndir sálfræðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Maður er alltaf skíthræddur við sálfræðinga, þeir gætu komist að einhverju sem enginn má vita Mér skilst að þeir séu nú hættir að nota bekkinn, og hvað þá, þarf maður núna að standa á tá upp við vegg? nei bara svona smá vangaveltur.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei það er venjulega núna að standa á haus 

Kolbrún Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég hef einmitt kynnt mér lítillega þessa meðferð sem þú ert að tala um í pistlinum

Inga Lára Helgadóttir, 10.4.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

gleymdi að segja að mér líst vel á hana

Inga Lára Helgadóttir, 10.4.2007 kl. 20:55

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

mjög þaft að koma inn í umræðuna, var einmitt morgunfærsla mín í dag

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband