Fagleg ráðgjöf handa pörum í tæknifrjóvgunarmeðferð

Barnleysi getur verið sársaukafullt vandamál. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif.

Samtökin Tilvera sem stofnuð voru 1989 standa við bakið á þeim sem þarfnast og gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferð. Meðferðina annast ART Medica. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. 
Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að „Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga“.
Þessu er ekki verið að sinna í dag. En hver veit hvað gerist í þessum efnum fái Sjálfstæðisflokkurinn heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar? Smile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta er ódýrt á Íslandi. Fer auðvitað eftir því hvaða aðgerð þarf að gera. Sumir fara 10 sinnum.

Er á þeirri skoðun að það eigi að vera tæknifrjóvgunardeild á spítulunum þar sem hægt er að fá þetta gert án neins kostnaðar. Kannski hægt að takmarka fjölda aðgerða (ein á ári eða hvað er raunhæft) því þetta kæmi vel út fyrir alla.

Ólafur Þórðarson, 14.4.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl Kolbrún. Áhugaverð lesning hjá þér og þakkarvert að vekja máls á þessu. Ég er samt ekki sammála þér af því leiti að þessi þjónusta sé ekki í boði. Það er einfaldlega vegna þess að ég hef gengið þessa leið og á þrjú yndisleg börn í dag. ég mann betur en okkur hafi verið boðið alla þá aðstoð sem okkur var talin þörf á.

Það eru ekki allir sem þurfa og vilja, fara til sálfræðings með ,,málið." Sumir fá nægjanlegar upplýsingar frá læknum sem fylgja ferlinu með pörunum. Ekki máttu gleyma þeirri miklu vinnu sem hjúkrunarfræðingar sinna í undirbúningsferlinu, en sú vinna felst í hálgerðri sálrænni aðstoð. Þær vaka yfir pörunum og eru fljótar að átta sig á því ef frekari fagaðstoð þarf að koma að.

Þú segir að Sjálfstæðisflokkurinn gæti kannski sinnt þessu "betur" eftir næstu kosningar? Þú segir nokkuð! En ekki gleyma því að Jón Kristjánsson þáverandi heilbrigðisráðherra breytti þessu ferli glasafrjóvgunar til betri leiðar, frá því hvernig það var. Ásamt mörgu öðru hefur Framsókn staðið sig vel í þessu erfiða ráðuneyti. Ég er ekkert svo viss að þið gætuð betur? En sjáum til... Þú hefur þá verk að vinna.

kveðja frá Framsókn,

Sveinn Hjörtur , 14.4.2007 kl. 21:59

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kveðja til in Kolbrun sjaumst vist ekki i þessari baráttu i bili/Halli Gamli/er að fara i  fri í 24 daga kem rett fyrir kostngar/Kveðjur Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.4.2007 kl. 01:34

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Múgsefjun eða panikk.  Hér skilur alþýðufólkið ekki upp né niður í neinu.  Stefnuleysi, stefnugrautur.  Málefnaþrot, málþóf.  Af almenningi heyrist mér að alger óvissa ríki um hvert stefnir næstu ár.  Erum við á leið fram af hengiflugi eða til betri tíma? Af hverju er ekki rætt um það sem er efst í hugum fólks?  Hvað um skipulega sundurliðun ríkisvaldsins og sölu sameignarinnar í hendur auðsaflanna?  Afla sem eru heltekin arðsemisklafanum. Klafi, sem tekur ekkert tillit til viðkomu fjöldans, Er það orkan og orkudreifingin núna?  Á að setja upp íslenskt Enronklón?  Af hverju er fólkið ekki spurt?

Ég skil vel að hér sé panikk.  Hér er enginn að sefja múginn, því miður. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 22:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband