Getur skortur á sorgarviđbrögđum veriđ merki um hrćsni?

Ég get nú ekki alveg veriđ sammála hvernig hann Illugi Jökulsson tengir hrćsni viđ viđbrögđ fólks viđ vođaverkum eđa mannskćđum náttúruhamförum sbr. skrif hans í Blađinu í dag. Í stuttu máli ber hann saman viđbrögđ fólks gagnvart harmleiknum í Virginíu viđ viđbragđsleysi fólks gagnvart morđum á hundruđum manna í Írak.

Ég tel ađ mannsálin hljóti ađ mettast ţegar viđ heyrum ítrekađ og yfir langan tíma fréttir af atburđum eins og ţessum í Írak. Ef fólk myndi verđa harmi slegiđ međ tilheyrandi sorgarviđbrögđum  í hvert sinn sem ţađ heyrir slíkar fréttir myndi ţađ gera fátt annađ en ađ gráta og liggja í ţunglyndi. 

Ég tek undir ţađ sem Illugi bendir á ađ ţví nćr sem atburđirnir gerast ţví meira snerta ţeir okkur. Viđ hugsum sem svo ađ víst ţetta gat gerst ţarna ţá gćti ţetta gerst hérna. Hvort sem viđbrögđ fólks viđ morđöldinni í Írak eru mikil eđa lítil ţá tel ég ţađ ekkert eigi skylt viđ hrćsni.  Fólk upplifir sig eđlilega hafa litla stjórn á atburđarrás sem ţessari og veit ekki alltaf hvernig ţađ getur sýnt ađ ţví er ekki sama. Ţetta eru samt ekki hrćsnara.  Ţađ sem Íslendingar og ađrar vestrćnar ţjóđir hafa viljađ og geta gert er ađ sýna samkennd t.d. međ ţví ađ láta fé af hendi rakna  til ţeirra sem eiga um sárt ađ binda víđsvegar um heiminn.  
 
Ég get einnig tekiđ undir međ Illuga ţegar hann talar um áhćttuna sem fjölmiđlar taka međ ţví ađ gera mikiđ úr atburđi eins og ţessum í Virgínu.  Í kjölfar slíks vođaverks sem átti sér stađ ţar fá ađrir ámóta veikir einstaklingar byr undir báđa vćngi og vilja framkvćma sambćrilegan verknađ eins og hefur sýnt sig undanfarna daga. Í huga ţeirra er byssumađurinn Cho fćrđur í dýrlingatölu.

Loks segir Illugi ađ enginn gaumur sé gefinn ađ ţví hvađ fćr unga karla og konur t.d. í Írak til ađ spengja sig í loft upp međ ţađ ađ markmiđi ađ drepa sem flesta nćrstadda. Ég spyr Illuga, hvernig vill hann ađ viđ sinnum ţví?
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo innilega sammála  ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2007 kl. 15:01

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einnig sammála.

Benedikt Halldórsson, 21.4.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mjög góđir punktar hjá ţér Kolbrún.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.4.2007 kl. 17:56

4 identicon

Ég er kvikmyndagerđarnemi og var í fagi í vetur sem fjallađi um "kvalafullar" myndir; ţ.e. hvort sem um er ađ rćđa myndir af pyntingum, sálfrćđilegu ofbeldi eđa slysum. Ţar kom fram áhugaverđur punktur (sem einnig kemur fram í bók Susan Sontag: "Regarding the Pain of Others") sem hljómađi svona:

Ef viđ horfum á stríđsmyndir eđa myndir af ofbeldi í sjónvarpinu og finnum bara til og segjum "ć,ć" eđa "ó, ó", ţá erum viđ í rauninni međ samkennd okkar og vorkunn ađ varpa af okkur allri ábyrgđ. "Ábyrgđarfull" viđbrögđ vćru ađ sýna ekki bara samkennd heldur spyrja okkur, hvađ get ÉG gert til ađ gera ţetta ástand betra? En svörin eru kannski ekki alltaf jafn ţćgileg; t.d.
1. hćtta ađ styđja ríkisstjórn USA vegna framgangs ţeirra í heiminum (innrásir, spilling í olíuviđskiptum, pyntingar, morđ (Allende t.d.) ...),
2. hćtta ađ borđa nautakjöt (kýr og naut heimsins gefa frá sér gífurlegt magn metangass, auk ţess sem skógum er fórnađ undir graslendi fyrir skepnurnar, sem eykur gróđurhúsaráhrif, sem veldur svo fleiri "tsunami-um" og fellibyljum) eđa...
3. hćtta ađ ríkisstyrkja bćndur í Evrópu og gefa bćndum í Afríku sjens, sem myndi bćta afkomu og efnahag, auka menntun og vonandi ađ endingu enda öll ţessi hrćđilegu ćttbálkastríđ ţar...

kveđja, Alda Berglind.

Alda Berglind (IP-tala skráđ) 21.4.2007 kl. 18:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband