Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Fyrirspurn til Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins
23.4.2007 | 09:56
Mér þætti afar áhugavert að heyra hver persónuleg afstaða Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins sé til þess að Tryggingarstofnun taki þátt í kostnaði sálfræðiviðtala hjá sálfræðingum sem reka eigin stofur á sama hátt og gert er nú um sambærilega þjónustu geðlækna.
Ég er ekki að falast eftir að heyra hver stefna Framsóknarflokksins er í þessu máli enda er hún mér vel kunn heldur hvert sé persónulegt álit formannsins.
Mér finnst það skipta öllu máli fyrir þá stétt sem ég tilheyri að heyra hvað Jóni finnst um þetta mál sem væntanlega heldur áfram að vera í umræðunni þar til viðunandi lausn fæst. Málið er nú fyrir dómstólum og er dóms að vænta 9. maí næstkomandi. Hvernig svo sem hann mun hljóða mun Framsóknarflokkurinn, verði hann aftur í ríkisstjórn, þurfa að horfast í augu við og takast á við að hvorki Sálfræðingafélagið né þeir skjólstæðingar sem hafa hug á að leita sér sálfræðiþjónustu hjá sjálfsstætt starfandi sálfræðingum munu líða þann órétt og mismunun sem tíðkast hefur fram til þessa hvað þetta mál varðar. Hvað varðar frekari upplýsingar um málið má sjá í bloggfærslu minni hér fyrir nokkrum dögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Af mbl.is
Erlent
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
Nýjustu færslurnar
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
Athugasemdir
Mig langar svo að fylgjast með svarinu með þér
Inga Lára Helgadóttir, 23.4.2007 kl. 12:18
Ekkert mál ef það þá kemur.
Kolbrún Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 15:44
Sæl Kolbrún, það verður fróðlegt að sjá hvort Jón les bloggið þitt, og ég er viss um að þetta væri þörf viðbót við okkar heilbrigðiskerfi, en segðu mér, hvað segir Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins um þetta mál? Ég fann ekkert um þetta eða sálfræðinga yfirleitt í ályktunum Sjálfstæðisflokksins. Nú held ég að þið Geir hljótið að hittast reglulega á fundum frambjóðenda, hefurðu spurt hann út í þetta mál?
Pétur Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 23:51
Jú Pétur, það er um þetta í ályktun Sjálfsstæðisflokksins og hafði ég sérstaklega samband við formann heilbrigðisnefndar vegna þessa. Sálfræðingar eru reyndar ekki nefndir sérstaklega en eins og þetta er orðað þá skilst það vel. Kíktu inn á vef XD og skoðaðu þessa ályktun. Þetta er margrætt og um málið var amk þverpólitísk samstaða þar til Framsókns ákvað að með því að setja sálfræðing á heilsugæslustöðvar væri málið leyst. Jón Kristjánsson sagði fyrir síðustu kosningar að brýnt væri orðið að semja við sálfræðinga. Eftir kosningarnar kvað við annan tón hjá honum og Siv fylgdi honum að sjálfsögðu og var ósveigjanlegri en Jón ef eitthvað var.
Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 07:47
Mig langar til að spyrja þig hvort þú persónulega teljir fyrirstöðuna vera frekar í heilbrigðisráðuneyti eða fjármálaráðuneyti?
Hallur Magnússon, 24.4.2007 kl. 09:29
Já, Kolbrún, ég las einmitt ályktunina og mér finnst það nú býsna bratt hjá þér að telja að í henni felist stuðningur við opinbera niðurgreiðslu á þjónustu sálfræðinga, það þarf mikla lestrarkunnáttu til að leggja hana út á þann veg. En eins og þú nefnir hafa Jón Kristjánsosn og Siv verið áhugasöm um þetta og Hallur bendir á að fjármálaráðuneytið sem hefur á endanum mikið um þetta að segja. Minni til dæmis á að fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2002 gerðu Jón Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún samkomulag um uppbyggingu hjúkrunarheimila í borginni en Geir Haarde, þá fjármálaráðherra, sagði þann samning marklaust plagg sem hefði ekkert gildi.
Pétur Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 11:11
Ályktunin er býsna skýr eins og sjá má hér að neðan. Alla vega er ég nægjanlega vel læs til að skilja hana. Eftir að hafa gengið milli þingflokka, þingmanna og ráðherra þá er svarið já, fyrirstaðan er klárlega hjá Framsóknarflokknum.
Brot úr ályktun Velferðarnefndar frá Landsfuni:
„Lagt er til að sjálfstæðum aðilum verði í auknum mæli gefið færi á að taka að sér verkefni á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu og að kostir einstaklingsframtaks verði nýttir á þessu sviði. Má þar t.d. nefna góða reynslu af samningum um einkarekna heilsugæslu. Áhersla er lögð á fjölbreytt framboð þjónustu, gott aðgengi að upplýsingum um hana og að fagstéttum verði ekki mismunað hvað varðar þjónustusamninga við Tryggingastofnun ríkisins. “
Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 17:03
Bloggsíður hafa nú hvað mest að gera með persónulegar skoðanir. Á þeim tjá sig bæði ráðherra og þingmenn sem og aðrir. Ég held að Jón Sig. sé ekkert yfir það hafinn að „blogga“ en svo er honum auðvitað velkomið að hringja í mig. Afstaða hans þarf að vera opinber eftir áralangt strögl í þessu máli. Það gæti jú skeð að Framsókn verði aftur hluti af ríkisstjórnarsamstarfi.
Svo held ég líka að Jón þurfi ekkert á neinum að halda á þessum bloggsíðum til að stand vörð um sig.
Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 17:10
Mér þykir þá hafa orðið athyglisverð breyting hjá vinum mínum í fjármálaráðuneytinu ef þetta er satt hjá þér Kolbrún! Verð að spurja minn mann á bremsunni í fjármálaráðuneytinu í næsta hádegisverðarfundi Hornafjarðarklíkunnar!
Hallur Magnússon, 25.4.2007 kl. 08:43
Þetta er allt spurning um forgangsröðun Hallur minn og hagræðingu að sjálfsögðu. Ekki hefur skort fé til að setja í eitt og annað sem skilað hefur misgóðum eða engum árangri. Skemmst er að minnast alls þess fjármagns sem fór í Byrgið. Heilbrigðisráðuneytið hefur úr ákveðnu fjármagni að spila hverju sinni, spurning er bara hvernig ráðherran vill verja því. Ef þú hittir Jón Sigurðsson, endilega bentu honum á þessa umræðu okkar. Kannski vill hann leggja orð í belg.
Kolbrún Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 10:13