Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Vinsældir bloggsíðna eru í umræðunni í dag og er tilefnið líklega að heimsóknir inn á síðu sjónvarpsþulunnar Ellýjar hafa rokið upp og slegið við síðu Sigmars sem um nokkurn tíma hefur verið á toppnum. Hvað er það sem ræður vinsældum bloggsíðna?
Ýmsu hefur verið fleygt fram til að útskýra þetta og má fyrst nefna að þeir sem trjóna á toppnum eru gjarnan þekktir einstaklingar í þjóðfélaginu, andlit sem landinn kannast við vegna þess að þau sjást iðulega á skjánum. Eins hlýtur efni bloggsins að skipta miklu máli í þessu tilliti. Sum blogg eru afar persónuleg á meðan önnur fjalla einungis um málefni, jafnvel háfræðileg málfni.
Ekki er ósennilegt að þau blogg sem eru með persónulegu ívafi laði frekar lesendur að einungis vegna þess að fólk er almennt séð dálítið forvitið í eðli sínu um hag annarra. Þau blogg sem fjalla um viðkvæm tilfinningarleg málefni s.s. alvarleg veikindi virðast einnig laða lesendur að. Tvennt kemur þar til, annars vegar forvitni og hins vegar vill fólk gjarnan sýna stuðning.
Bloggsíða Ellýjar er sögð vera með erótísku ívafi. Það fellur greinilega mörgum vel enda er þessi þáttur talinn vera sá sem hefur átt hvað mestan þátt í þessum fjölmörgum heimsóknum inn á síðunna hennar.
Hvað sem þessu líður þá er þetta skemmtileg sálfræðileg pæling og enn skemmtilegra væri ef einhver sæi sér fært að gera á þessu könnun.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
Athugasemdir
Þetta er umhugsunarvert, en ég held að því meira sem fólk "opnar dyrnar" að sjálfu sér og sínu einkalífi því vinsælli en að sjálfsögðu kemur fleira til.
Benedikt Halldórsson, 5.5.2007 kl. 13:53
það er örugglega sterkasta leiðin - að vera þekktur einstaklingur sem er í hringiðu umræðnanna þýðir sjálfkrafa mikinn áhuga á skrifum. Ég hef hins vegar tekið eftir að sumir stjórnmálamenn byrja að blogga með stæl en svo kemur í ljós að þeir eru bara alls ekki ritfærir á þennan nýja miðil og blogg þeirra er hundleiðinlegt. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé ekki eins og þegar talmyndir tóku við þöglu myndunum. Sumir leikarar voru þá bara með svo ljóta og skræka rödd að þeir pompuðu niður í hinum nýja miðli.
Svo er önnur ástæða - það er sú að þeir sem geta haft áhrif á teljarana og hvaða tölur birtist okkur - geri það. Við eigum ekki að taka svona tölum eins og heilögum sannleika. það er hægt að fikta við þær á ýmsa vegu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.5.2007 kl. 19:26
Það er ekki sýst SAGAN sem er svo aðlaðandi. Einfalt og lítríkt tungumál, framhald í frásögninni, smá spenna, erótík eða hneykslunarefni í léttum tón. Þetta er skemmtileg formúla.
Guðmundur Pálsson, 5.5.2007 kl. 22:18
Ég byrjaði að blogga fyrir nálægt 3 mánuðum. Fyrir þann tíma vissi ég ekkert um bloggheim. En nú veit ég margt.
Áður en ég byrjaði að blogga höfðum við bræður mínir og systursynir skipst á daglegum "reply to all" tölvupósti. Við vorum að skiptast á upplýsingum og vangaveltum um músík, stjórnmál og ýmislegt sem okkur datt í hug. Stundum áframsendi ég tölvupóstinn til kunningja sem ég vissi að hefðu gaman af að lesa.
Þá datt mér í hug í febrúar að bloggformið væri gott fyrir þessi samskipti. Ég sá ekki fyrir mér að ókunnugt fólk myndi lesa bloggið mitt en reiknaði með að vinahópurinn og nánustu ættingjar myndu kíkja reglulega eða í það minnsta af og til á.
Þannig var það líka fyrstu vikurnar. Síðan fóru gamlir kunningjar sem blogga að heilsa upp á bloggið mitt. Í gegnum heimsóknir á þeirra blogg rakst ég á enn aðra gamla kunningja og gömul skólasystkini.
Fljótlega stóð ég mig að því að því að fara daglegan blogglestrarhring. Las blogg þeirra sem ég þekkti og áhugaverð blogg ókunnugra bættust í þann flokk.
Ég sá að heimsóknum á bloggið mitt fjölgaði reglulega um nokkrar heimsóknir á hverjum degi. Þær skriðu yfir 100 á dag. Þegar ég eitt sinn rifjaði upp strákapör æskuáranna; þjófnaði, innbrot og þess háttar fjölgaði heimsóknum óvænt um nokkur hundruð. Þá varð ég hissa. Svo fór ég að rifja upp sögur af afa mínum, sem var sérkennilegur karakter. Þá ruku heimsóknir aftur upp.
Einhver benti mér á að blogg mitt væri komið inn á Topp 50. Ég vissi ekki af þeim lista. Við það að fara inn á Topp 50 virðist sem farið sé yfir þöskuld. Blogg mitt birtist reglulega á forsíðu blog.is síðan. Bæði Blaðið og Morgunblaðið hafa síðan af og til birt bloggin mín. Þetta er einhverskonar keðjuverkun. Eftir að blogg mitt fór fyrst inn á Topp 50 hefur það verið fast þar inni.
Ég er ekki í vinsældakeppni og blogga ekki með það í huga hvað laðar að heimsóknir. Nafn mitt er ekki þekkt utan bloggheims. Ég er ekki daglega í sjónvarpi, útvarpi né í slúðurblöðum. En af lestri mínum á bloggi annarra hef ég áttað mig á nokkrum atriðum sem skipta máli. Fyrir utan nauðsyn þess að blogg séu ekki leiðinleg þá skiptir máli að blogg séu stutt. Löng blogg eru mjög fráhrindandi (eins og þessi athugasemd).
Annað sem skiptir máli er að bloggað sé reglulega. Helst daglega. Þegar ég verð var við á mínum daglega blogglestrarrúnti að einhver hefur ekki bloggað í einhverja daga fer ég ósjálfrátt að skauta framhjá bloggi viðkomandi.
Jens Guð, 6.5.2007 kl. 00:23
Eitt sem ég geri er að setja ekki inn nýja færslu á meðan einhver bloggfærsla mín er inn á Topp 12 yfir vinælustu blogg. Ég veit ekki hvernig það virkar á teljarann. Hvort ný færsla bætist ofan á taldar heimsóknir á heimsóknir á mína bloggsíðu þann daginn. Held þó að svo sé. Ég sé að sumir sem skora hátt eru duglegir að blogga ofan á vinsælar bloggfærslur sínar. Mín afstaða er aftur á móti sú að ef áhugi er á tiltekinni færslu minni þá leyfi ég henni að standa sem síðustu færslu þangað til að hún dettur út.
Jens Guð, 6.5.2007 kl. 00:49
Það er kominn tími á einhvers konar "Bloggterapi".
Nokkrir bloggvinir hittist t.d. á kaffihúsi einu sinni í mánuði. Hafa með sér fartölvurnar og fari saman yfir bloggin. Hvers vegna er ég eiginlega að blogga? Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki hætt þessari vitleysu? Ég sem annars hef aldrei viljað láta á mér bera. Allt í einu farin(n) að rífa kjaft við allt og alla. Hrósa sumum. Sammála öðrum, ósammala hinu, sem ég hélt að ég væri sammála. Greinilega vanabindandi. Nýir vinir. Ný viðhorf. Nýtt líf! Hvað er í gangi? Greinilega spennandi viðfangsefni. Bloggterapi, nýjasta dellan fyrir ofvirka Íslendinga, sem eru enn vakandi og bloggandi kl 02:25!
Júlíus Valsson, 6.5.2007 kl. 02:25
Ég man þegar ég fór að kíkja á moggabloggið í fyrsta skipti núna rétt fyrir áramótin. Var yfir mig undrandi á að fólk skyldi þora þessu. Skrifa um allt og allt opinberlega. Meira að segja fjölmiðlamenn voru að blogga um heimili sitt og ástir. Barnauppeldi og tanntöku. Vú hvað mér fannst fólk ferlega opinskátt og kjarkað. Í þessu samfélagi þar sem allir vilja vita allt um alla og Gróa dafnar vel. Núna er ég auvðitað orðin ein af ykkur bloggurum og blogga daglega. Og finnst bloggið bara meiriháttar skemmtilegt, fjölbreytt og hef kynnst alveg yndislegu fólki og frábær tækifæri opnast sem og það að þora að tjá sig og vera bara ég. Ég held að bloggið geti verið mjög þroskandi og gott.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 09:24
Vanabindandi, sagði einhver, já kannski erum við bara öll nettir bloggfíklar
Kolbrún Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 10:22
Sálfræðileg pæling? Akkurat. Er það ekki bara þannig að fólk alment sækir eftyr óhollustu, svo sem Coke, áfengi í verslunum. Það sama má vera hér. Fólk hefur ekki áhuga að lesa eitthvað sem varðar það sama fólk því með þetta lestur á að fella niður egóismi manna.
Andrés.si, 6.5.2007 kl. 13:04
E.t.v. ný leið að opnara samfélagi, óháð línum (nenni ekki að telja upp allar línurnar)? Rödd litla mannsins? Valdið til fólksins? Er bloggið Bákn? Fyrir nokkrum mánuðum hefði engum dottið í hug að skrifa svona opinberlega hvað þá lesa það!
Júlíus Valsson, 6.5.2007 kl. 14:42