Allir á kjörstað sem vettlingi geta valdið ...já og koma svo....!

Kosningarrétturinn er einn mikilvægasti einstaklingsréttur sem fyrirfinnst í lýðræðislegum þjóðfélögum.  Ég vona svo sannarlega að fólk noti þennan rétt sinn. Þeir sem eru að stíga upp úr flensu verða bara að búa sig vel, skjóta sér inn í heitan bíl og láta aka sér upp að dyrum á kjörstað.

Það eru afar fáar afsakanir fyrir að kjósa ekki og hafa þær þá einna helst að gera með alvarleg veikindi eða fötlun. Enda þótt réttur til að greiða atkvæði sé mikilvægur hverjum og einum má ferð á kjörstað ekki ógna heilsu eða lífi eins eða neins. En allir þeir sem vettlingi geta valdið i orðsins fyllstu merkingu drífi sig nú af stað ef þeir hafa ekki þegar kosið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:20

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

XD kæru félagar

Inga Lára Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 01:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband