Börn eiga ekki að þurfa að bíða eftir þjónustu í allt að tvö ár

biðlistarFlokkur fólksins setur skólastarf í öndvegi og leggur áherslu á sjálfsstyrkingu, mannleg samskipti, virðingu og kærleika. Mæta þarf barninu á einstaklingsgrundvelli svo hægt sé að mæta þörfum þess og gefa því kost á að njóta getu og færni sinnar.

Komi í ljós að barn glími við vanda af einhverju tagi skiptir snemmtæk íhlutun mestu máli til að barn fái viðeigandi þjónustu. Eins og staðan er í dag þarf barn sem glímir við námserfiðleika, félags- eða tilfinningarvanda að bíða í allt að tvö ár eftir að fá frumgreiningu á sínum vanda á vegum sveitarfélaga. Slík greining er forsenda þess að barn fái framhaldsgreiningu hjá Barna- og unglingadeild og Þroska- og hegðunarmiðstöð sem einnig er með margra mánaða biðlista. Biðlistar til talmeinafræðinga eru jafnlangir.

Flokkur fólksins vill ná niður biðlistum og eyða þeim hið fyrsta. Börn eiga ekki að þurfa að bíða eftir þjónustu sem þessari mánuðum saman. Forsenda þess að hægt sé að velja viðeigandi úrræði og finna leið til lausna á vanda eða vanlíðan barns er að fagleg greining liggi fyrir. Á meðan barnið bíður er hætta á að sjálfsmat þess beri hnekki og það fyllist óöryggi með sjálft sig. Aðgengi að þjónustu fagaðila til handa börnum, greiningum og meðferðum í þeim tilfellum sem það er metið nauðsynlegt þarf að verða betra og jafnara á landsvísu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband