Kaupa greiningu og losna við biðlista

„Börn eru að fá frábæra heilbrigðisþjónustu er varða líkamleg veikindi hér á landi, en þegar kemur að andlega þættinum, sálinni, vanlíðan, þá erum við bara með allt niðrum okkur finnst mér,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Rætt var við hana í Samfélaginu um greiningarferli barna sem glíma við frávik í þroska og hegðun. Kolbrún segir biðlista eftir þroskagreiningu langa og úrlausnir tímafrekar, efnameiri foreldrar bregði margir á það ráð að borga fyrir greiningu á einkareknum stofum.
 

Slík staða ýti undir ójöfnuð. Efnaminni foreldrar verði að taka lán eða bíða. Greining sé algert lykilatriði til að fá viðeigandi þjónustu og aðstoð. Kolbrún segir afar mikilvægt að greining barna gangi hratt fyrir sig því annars sé hætta á að vandamál stækki og hlaði utan á sig.

Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband