Umskurður drengja, enn eitt sjónarhornið

Úr fréttum 18. febrúar 2018: Mikil umræða hefur orðið um umskurð drengja hér á landi eftir að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fram ásamt 8 öðrum þingmönnum frumvarp um að banna slíkt hér á landi. Þrettán ár eru síðan bann við umskurði kvenna var lögfest.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir að sem betur fer hafi hún ekki fengið mörg mál, sem snúa að þessu, inn á borð til sín. Einungis nokkur slík mál hafi komið upp á 25 ára ferli hennar. Þar hafi þó greinilega mikill kvíði skapast hjá drengjum við það eitt að stunda íþróttir eða tómstundir. „Það er svona tilefni til að einangra sig frá öllu því sem gæti þurft að reyna á þetta, að þurfa að bera sig, að einhver myndi sjá þetta og frétta af þessu og það þarf ekki nema einn að sjá til þess að sagan fari af stað. Og íslensk börn þekkja þetta ekki, þau hafa aldrei fengið neina sérstaka fræðslu hvað umskurð drengja hvað það þýðir og hvernig aðgerð og svo framvegis.“ segir Kolbrún. 
 
Hún nefnir dæmi um að drengir hafi meðal annars orðið fyrir aðkasti vegna þessa. Þegar drengirnir eldist eigi þeir einnig erfitt með atriði sem tengjast ástarsamböndum. 

„Þetta er erfitt fyrir sálfræðinga sem fá svona mál eða mér fannst það, því við erum að reyna að milda og græða og finna lausnir og í þessum tilfellum þá var þarna um að ræða óafturkræfanlegan hlut. það var ekki hægt beinlínis að leysa þetta þannig þetta var spurning um að hjálpa til við aðlögun en maður upplifði vanmátt, ég man eftir því.“ segir Kolbrún. 

Frumvarpið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur verið gagnrýnt harðlega af trúarleiðtogum í Evrópu. Þá hafa einnig erlendir fjölmiðlar fjallað mikið um málið. 

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er ein þeirra sem hefur lagst gegn frumvarpinu. Hún segist fagna umræðunni en efast um að frumvarpið sé farsæll farvegur upplýstrar umræðu. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði að glæpsamlegum trúarbrögðum. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur hins vegar Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um að banna umskurð drengja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband