Tvö mál á viku að meðaltali

Ég fæ að meðaltali tvö mál á viku sem tengjast kvíða og slakri skólasókn vegna of mikillar skjánotkunar (tölvur/sími/sjónvarp). Þetta er vaxandi vandi og foreldrar oft vanmátta ef um stálpaða unglinga er að ræða.
Sýnt hefur verið fram á að auknar líkur eru á kvíða, streitu og pirringi og jafnvel þunglyndi hjá börnum í tengslum við tölvunotkun þeirra og er þá átt við tölvuleiki, samfélagsmiðla og myndbönd.
Hóflegur tími í tölvu, sem dæmi einn tími á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns samkvæmt rannsóknarniðurstöðum. Um leið og tíminn lengist aukast líkur á vanlíðan. Barn sem eyðir fimm tímum á dag í tölvu er í mikilli áhættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál.

tölvuvandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband