Vinátta ekki í boði borgarstjórnar

Fátt skiptir meira fyrir börnin okkar en að þau læri góða samskiptahætti. Flokkur fólksins vill að einskis sé freistað til að kenna börnunum um leið og þroski og aldur leyfir umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum og að bera virðingu fyrir hverjum og einum.

Flokkur fólksins vill að  Vináttuverkefni Barnaheilla á Íslandi verði umsvifalaust tekið inn í alla leik- og grunnskóla borgarinnar. Fram til þessa hefur Dagur B. sagt nei við Vináttu. Margsinnis hefur verið rætt við hann um verkefnið en hann hefur tregast til.

Blær stærri

Vinátta er forvarnaverkefni gegn einelti, danskt verkefni að uppruna og nefnist Fri for mobberi á dönsku.   Það er gefið út með góðfúslegu leyfi og í samstarfi við systursamtök Barnaheilla; Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.

Vinátta hefur fengið einstaklega góðar viðtökur á Íslandi og breiðst hratt út. Verkefnið hefur náð mikilli útbreiðslu en í lok árs höfðu leikskólum sem vinna með Vináttu fjölgað um helming á einu ári. Eru þeir nú rúmlega 100 talsins eða 40% allra leikskóla á landinu. Þýðing og aðlögun grunnskólaefnis fyrir 1.–3. bekk hófst á fyrri hluta ársins og á haustdögum fór það í tilraunakennslu í 15 grunnskólum. Byrjað var að undirbúa þýðingu og aðlögun á ungbarnaefni fyrir 0–3ja ára í lok árs. Það er óhætt að segja að Vinátta hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur en áætla má að fjöldi þeirra sem hafa sótt námskeið hjá Barnaheillum um notkun verkefnisins sé að nálgast um 1000 starfsmenn leikskóla og grunnskóla.

Vinátta 1

Vinátta fékk hvatningarverðlaun Dags gegn einelti árið 2017.

Reykjavík er eitt af fáu sveitarfélögum sem styrkir ekki Vináttu. Kostnaður við að taka verkefnið inni í skóla sem er að meðaltali 100.000 sem hlýtur að teljast lítilræði ef  árangur, hamingja og gleði sem það skilar sér til barnanna, foreldra og starfsfólks skóla er skoðað.

Mælikvarðinn á ágæti verkefnisins Vináttu er sú mikla útbreiðsla sem það hefur hlotið á stuttum tíma. Umsagnir frá starfsfólki Vináttu-leikskólanna hafa allar verið á sama veg, jákvæðar með eindæmum.

Flokkur fólksins vill útrýma einelti, í það minnsta gera allt sem hugsast getur til að það megi vera hverfandi.  Með þátttöku sem flestra leikskóla og grunnskóla í Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar.

Hvert er vandamálið hjá borgarstjórn Reykjavíkur þegar kemur að Vináttuverkefni Barnaheilla? Skipta börnin í Reykjavík ekki meira máli en svo að ekki sé hægt að styrkja verkefni sem einhugur er um að skili frábærum árangri?

Vináttu hrundið af stað 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband