Börn eru látin bíđa og bíđa

Fimm sálfrćđingar eiga ađ sinna sautján leik- og grunnskólum í Breiđholti. Svona er ástandiđ í ţessum málum víđa í Reykjavík. Ţađ skal ţví engan furđa ađ biđin eftir sálfrćđiţjónustu skóla sé löng enda hefur ţessi málaflokkur veriđ sveltur árum saman.

Börn međ vitsmunafrávik ţurfa ađ bíđa mánuđum og jafnvel árum saman eftir greiningu.

Snemmtćk íhlutun skiptir máli. Ţví fyrr sem vandinn er greindur ţví fyrr er hćgt ađ koma barninu til hjálpar međ viđeigandi úrrćđum og einstaklingsnámsskrá eftir atvikum.

Flokkur fólksins vill útrýma biđlistum ţegar börn eru annars vegar og styrkja Ţjónustumiđstöđvar svo hćgt verđi ađ auka sálfrćđiađstođ viđ börn í leik- og grunnskólum. Einn sálfrćđingur getur í mesta lagi sinnt tveimur skólum ef vel á ađ vera. Börn og foreldrar ţurfa ađ hafa greiđan ađgang ađ skólasálfrćđingi og sérhver leik- og grunnskóli ćtti ađ hafa ađgang ađ talmeinafrćđingi.

Efnaminni foreldrar hafa ekki ráđ á ađ fara međ barn sitt til sálfrćđings út í bć. Dćmi eru um ađ efnaminni foreldrar taki lán til ađ geta greitt fyrir sálfrćđiţjónustu, viđtöl, ráđgjöf og/eđa greiningu á einkareknum stofum ţar sem biđ eftir ţjónustu hjá sálfrćđideildum Ţjónustumiđstöđva telur stundum í mánuđum.

Flokkur fólksins vill efla geđrćkt í skólum og styrkja skólana til ađ ađstođa börn sem eru einmana, einangruđ og vinalaus međ markvissum ađgerđum s.s. sjálfsstyrkingarnámskeiđum. 

Börn eiga ekki ađ ţurfa ađ bíđa ţarfnist ţau sérfrćđiađstođar af einhverjum toga. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins í fyrirrúmi í einu og öllu og í samrćmi viđ Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna sem hefur veriđ löggiltur hér. Í ţriđju grein hans er kveđiđ á um ađ allar ákvarđanir eđa ráđstafanir yfirvalda sem varđa börn skulu byggđar á ţví sem börnum er fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum ţá vernd og umönnun sem velferđ ţeirra krefst. Ađildarríki  eiga ađ sjá til ţess ađ stofnanir og ţjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hćfni starfsmanna og yfirumsjón.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband