Hagsmunafulltrúi fyrir aldraða

Það væri mjög til bóta ef skipaður yrði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað í borginni. Hann gæti kortlagt stöðu þeirra í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og fylgst með því að heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi.
 
Hagsmunafulltrúinn hefði heildarsýn yfir stöðu mála eldri borgara. Hann myndi fylgja málum eftir og sjá til þess að mál þeirra séu örugglega afgreidd og unnin á fullnægjandi hátt.

Tillaga þessa efnis var lögð fyrir af borgarfulltrúa Flokks fólksins á borgarráðsfundi 28. júní sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband