Mannekla í leikskólum virðist viðvarandi vandamál í borginni, enn eru 128 börn á biðlista

Vetrarstarfið er nú hafið í leik- og grunnskólum og enn vantar í margar stöður á leikskólum borgarinnar. Eftir er að ráða í 61,8 stöðugildi í leikskólum miðað við grunnstöðugildi ásamt 22,5 stöðugildum sem vantar í afleysingu og enn eru 128 börn á biðlista eftir leikskólaplássi.

Þessi staða er með öllu óásættanleg. Mannekla í leikskólum er ekki nýtt vandamál og því þykir það sérkennilegt að borgin hafi ekki geta tekið á því með mannsæmandi hætti fyrir löngu, byrgt brunninn áður en vandinn varð svo stór að hann virðist óviðráðanlegur.

Ýmsar tillögur að lausn liggja fyrir og margar sannarlega metnaðarfullar.  Álagið sem þessu fylgir er ekki boðlegt börnunum og foreldrum þeirra hvað þá starfsfólki leikskólanna.

Ganga þarf lengra til að staðan verði fullnægjandi og til þess þarf meira fjármagn í málaflokkinn. Einkum tvennt hlýtur að skipta hvað mestu máli og það eru launin annars vegar og álag hins vegar. Alltof lengi hefur borgin sýnt stétt leikskólakennara og starfsmönnum leikskólanna lítilsvirðingu að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins þegar kemur að launamálum. Inn í þetta spilar starfsálag sem hefur verið enn frekar íþyngjandi vegna langvarandi manneklu.

Það er ekkert sem skiptir meira máli en börnin okkar og allt sem varðar þau á borgin að setja í forgang þegar kemur að úthlutun fjármagns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband