Meirihlutinn međvirkur

Tillögur felldar hver af annarri. Á fundi borgarráđs í gćr var önnur tillaga Flokks fólksins er varđar Félagsbústađi felld. Tillögur er varđa Félagsbústađi eru tilkomnar vegna fjölmargra kvartanna sem borist hafa allt frá ţví í kosningabaráttunni.

Eftirfarandi bókun var gerđ á fundinum í gćr:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur frá upphafi starfs veriđ ađ reyna ađ koma ţví áleiđis til borgarmeirihlutans ađ hjá Félagsbústöđum er margslunginn vandi m.a. viđmótsvandi og viđhaldsvandi og er álit ţetta byggt á ţeim fjölmörgum kvörtunum sem borist hafa. Ein tillaga  Flokks fólksins, sem lögđ var fyrir borgarstjórn 19. júní og varđađi úttekt óháđs ađila á Félagsbústöđum s.s. leigusamningum og hvernig ţeir eru kynntir leigjendum hefur nú ţegar veriđ felld af meirihlutanum. Tillagan um ađ borgin hefji ţá vinnu ađ skođa međ raunhćfum hćtti hvort fćra eigi Félagsbústađi aftur undir A-hluta borgarinnar  hefur nú einnig veriđ felld. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst hann tala fyrir daufum eyrum meirihlutans og upplifir meirihlutann jafnvel vera međvirkan međ ástandinu enda hefur ekki veriđ tekiđ undir neinar ábendingar eđa athugasemdir sem fram hafa veriđ lagđar í ţessu sambandi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vćri ekki ađ vinna vinnuna sína ef hann hlustađi ekki á borgarbúa í ţessu efni sem öđru. Fyrirtćki undir B hluta borgarinnar á ekki ađ vera fjarlćgt hvorki minnihlutanum né fólkinu sem ţađ ţjónar. Starf borgarfulltrúa felst m.a. í ţví ađ fylgjast međ öllum borgarrekstrinum og hafa afskipti ef á ţarf ađ halda og mun borgarfulltrúi halda áfram ađ gera ţađ í ţeirri von ađ tekiđ verđi á vandanum fyrir alvöru og til framtíđar.

Tvćr ađrar tillögur ţessu tengdar verđa lagđar fyrir fund borgarstjórnar nćstkomandi ţriđjudag:

  1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um könnun á ţjónustu Félagsbústađa. Lagt er til ađ fenginn verđi óháđur ađili til ađ gera könnun á ţjónustumenningu Félagsbústađa í tengslum viđ samskipti starfsmanna fyrirtćkisins viđ leigjendur. Viđ framkvćmd könnunarinnar skal leita til núverandi og fyrrverandi leigjenda og ţá sem eru á biđlista eftir félagslegu húsnćđi í dag og óska eftir ađ ţeir taki ţátt í könnuninni og veiti upplýsingar um álit sitt á viđmóti, viđhorfi og framkomu starfsmanna Félagsbústađa í ţeirra garđ. Greinargerđ fylgir
    https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/64_tillaga_f_konnunfb_0.pdf

 

  1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ađ fenginn verđi óháđur ađili til ađ meta viđhaldsţörf hjá Félagsbústöđum ţar sem kvartanir hafa borist vegna myglu eđa annarra galla. Lagt er til ađ ţegar ágreiningur er uppi á milli leigjanda og Félagsbústađa verđi fenginn óháđur ađili til ađ leggja mat á viđhaldsţörfina. Í matinu skal jafnframt koma fram hvers lags viđgerđa sé ţörf og hvort viđgerđir hafi veriđ framkvćmdar međ fullnćgjandi hćtti. Greinargerđ fylgir.
    https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/58_tillaga_f_vidhaldfb_0.pdf

 

 

 

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Netfang: kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is

  1. 899-6783

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband