Braggar fyrst og börnin svo?

Það er sárt að sjá að borgin ákvað að endurnýja bragga fyrir 415 milljónir í stað þess að fjármagna frekar í þágu þeirra sem minna mega sín og barnanna í borginni. Nýlega hefur borgin fellt tillögu Flokks fólksins um að hafa gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Fyrir 415 milljónir hefði mátt metta marga litla munna!!!

Borgarfulltrúi Flokks fólksins gefst ekki upp og leggur tillöguna aftur fyrir á þessum fundi en núna þannig að lækka gjald fyrir skólamáltíðirnar um þriðjung.

Hjá Velferðarsviði liggur enn óafgreidd tillaga um að lækka gjald frístundarheimila fyrir foreldra sem eru undir framfærslumiðviði Velferðarráðuneytis.

Börnin eru langt því frá að vera í forgangi hjá núverandi meirihluta að mati Flokks fólksins. Biðlistar eru hvarvetna, börn bíða eftir sálfræðiþjónustu, vitsmunagreiningum, 128 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru 418 börn ásamt fjölskyldum sínum, samkvæmt nýlegri greiningu biðlistans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband