Pálmamálið er rétt að byrja. Nú á það að fara í raunsæismat

Engin er að mótmæla mikilvægi listar í almenningsrými en í morgun fengum við í borgarráði kynningu á ferlinu sem leiddi til þess að verkið Pálmar var valið. Við þessa kynningu vöknuðu ýmsar spurningar. Til dæmi kom fram að ekki var stuðst við neina staðla við val á þeim sem komust í "úrslit" en það voru listamenn af 164 umsækjendum. Nefndarmenn í forvalsnefndinni höfðu allir listrænan bakgrunn og var það látið duga.

Enn og aftur vill borgarfulltrúi Flokks fólksins benda á margskonar ómöguleika þessa verks í ljósi þess í hvaða aðstæðum því er ætlað að standa. Hæð hjúpsins eru 10 metrar. Eitt af því sem borgarfulltrúi hefur bent á varðar fugla sem setjast ætla á pálmanna með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Alvarlegar athugasemdir eru auk þess gerðar við að borgarfulltrúar minnihluta og borgarráðs fá fyrst upplýsingar um vinningstillögunina og aðdraganda hennar í fjölmiðlum. Sýna hefði átt borgarráði þessar átta tillögur áður en tilkynnt var um vinningstillöguna opinberlega. Þá hefðu borgarfulltrúar í það minnsta fengið tækifæri til að lýsa áliti sínu og umfram allt vitað hvers var að vænta áður en tilkynningin fór í fjölmiðla. Að upplýsa minnihlutann hefði verið sjálfsögð tillitssemi og virðing við hann. Með því er ekki verið að gera neins konar kröfu um að ákvörðunin um vinningstillöguna eigi að vera pólitísk að neinu leyti.

Eftirfarandi fyrirspurnir voru lagðar fram í morgun:

Nú hefur borgarstjórn samþykkt að verkefnið Pálmar fari í raunhæfismat og vill Flokkur fólksins spyrja um nákvæmt yfirlit yfir það ferli sem tekur við og hvernig það muni fara fram, hverjir taka þátt í því mati, hvernig og hverjir muni velja þá aðila sem koma til að leggja raunhæfismat á verkið og hvað mun ferlið kosta?

Pálmamynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband