Reyndu að hafa áhrif á konur yfir áttrætt

Ég var að lesa skýrslu Persónuverndar um notkun Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018. Reynt var að spila með konur yfir áttrætt með því að senda þeim gildishlaðin skilaboð til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun þeirra! 
Hversu lágt er hægt að leggjast? Ég átti von á ýmsu en rann ekki í grun grófleikinn sem liggur að baki. Þarna var verið að misnota eldri borgara, ungt fólk, innflytjendur sem eru kannski í viðkvæmari stöðu til að sjá í gegnum dulin skilaboð. Sem sálfræðingur er ég slegin yfir siðleysinu og trúi varla hversu langt var gengið til að halda völdum.
En þetta er svo sem í takt við annað sem við í minnihlutanum höfum gagnrýnt. Þarna er hver skandallin á fætur öðrum, enn eitt stjórnsýsluhneykslið og hvernig farið er með fjármuni borgarbúa. Hvet ykkur til að lesa þetta en hér eru ákvörðunarorð Persónuverndar:


Á k v ö r ð u n a r o r ð :
Vinnsla Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda mismunandi skilaboð til ungra kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.

Vinnsla Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda skilaboð til kvenna 80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.

Vinnsla Þjóðskrár Íslands á persónuupplýsingum sem fól í sér afhendingu upplýsinga til Reykjavíkurborgar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.

Ámælisvert er að Reykjavíkurborg hafi ekki veitt Persónuvernd upplýsingar um alla þætti málsins eftir að stofnunin óskaði sérstaklega eftir því með bréfi, dagsettu 14. maí 2018.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband