Mikið lagt á starfsmenn borgarinnar. Það er komið nóg!

Borgarritari og borgarstjóri ættu að biðja starfsfólk borgarinnar afsökunar á að hafa brugðist skyldum sínum. Ekkert af þessum andstyggðarmálum hefðu komið upp hefðu þeir sinnt starfi sínu og viðhaft sem dæmi eftirlit eins og þeim bar. Þá hefðum við ekki setið uppi með þetta braggamál. Og hefði borgarritari geta tekið á starfsmannamálum fjármálastjórans og skrifstofustjórans hefði þessi dómur Héraðsdóms aldrei falli sem kostar borgarbúa 5 milljónir. Svo er það jafnréttisbrotið og brot á persónuverndarlögum. Fleira er hægt að telja til. Ég segi eins og borgarritari, það er komið nóg! Það er komið nóg af ábyrgðarleysi, þöggun og að kenna öðrum um. Við vonum innilega að ekki fleiri skítamál eigi eftir að mokast upp. 

Þrátt fyrir allt þetta hefur sennilega enginn minnihluti lagt fram eins mörg góð mál í þágu fólksins í borginni (sjá hér). Við höfum ekki látið þessi skandalmál trufla okkur í því sem við vorum kosin til að gera og lofuðum fólkinu. Alla vega ekki Flokkur fólksins

Ég segi að þessir valdhafar skulda starfsfólki borgarinnar afsökunarbeiðni, að hafa lagt öll þessi ósköp á það. Að ráðast á borgarfulltrúa minnihlutans og kenna þeim um að valda vanlíðan hjá starfsfólki borgarinnar er undirbeltisstað skot til að dreifa athyglinni frá eigin mistökum. Til að toppa þetta segir borgarritari, " þeir sem bregðast við taka þetta greinilega til sín". En þetta stemmir ekki. Ég tek þetta ekki til mín enda hef ekki hallmælt neinum starfsmanni borgarinnar sem sinnir sínu starfi að heiðarleika og alúð en ég ætla samt að bregðast við þessu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband