Að allir fundir í borginn verði opnir fundir
1.3.2019 | 17:24
Var að koma af forsætisnefndarfundi og lagði fram tillögu um að allir fundir borgarráðs, ráða og nefnda verði opnir. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar að ég tel að fundirnir fari þá betur fram og hins vegar til að auka gegnsæi.
Svona hljóðar tillagan:
Lagt er til að fundir borgarráðs auk funda nefnda og ráða á vegum Reykjavíkurborgar verði opnir almenningi. Á því verði sú undantekning að fundir verði lokað þegar trúnaðarmál eru til umfjöllunar. Ástæða fyrir að þessi tillaga er lögð fram er að borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að með því að hafa fundina opna er líklegra að þeir fari betur fram og að samskipti á þeim verði betri en áður. Markmiðið er einnig að með því að hafa fundina opna eykur það gegnsæi og gerir almenningi og fjölmiðlum þannig kleift að fylgjast betur með störfum borgarstjórnar.
Greinargerð
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur oft þótt fundir borgarráðs, ráða og nefnda erfiðir og hefur rætt það bæði við valdhafa borgarinnar einstaklingslega og einnig opinberlega. Það er mjög líklegt að með því að hafa fundi opna í þeirri merkingu að þeir séu sendir út á vefinn fari þeir betur fram en áður.
Hvað varðar gegnsæi þá er það þannig að langstærsti hluti af störfum borgarstjórnar fer fram á vettvangi borgarráðs, ráða og nefnda sem starfa í umboði og á ábyrgð hennar. Í flestum tilvikum eru ákvarðanir teknar á þessum fundum og þær síðan staðfestar af borgarstjórn oft án mikillar umræðna. Á meðan fundir ráða og nefnda eru lokaðir hefur almenningur litla sem enga möguleika á að fylgjast með umræðum á þeim vettvangi þar sem málinu er í raun ráðið til lykta.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur ekki nauðsynlegt að umræddir fundir verði sendir út í mynd heldur einungis í hljóði í gegnum vefinn. Finna má í 55. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar leyfi fyrir fyrirkomulagi sem þessu um einstaka fundi. Hér er lagt til að samþykktin um opna fundi verði virkjuð þannig að fundir séu almennt opnir nema þegar fjallað er um trúnaðarmál. Umrætt ákvæði í samþykktinni hljóðar svo:
Samkvæmt 55. gr. samþykktar segir:
Nefndir borgarstjórnar geta ákveðið að efna til opinna funda með borgarbúum, íbúum einstakra hverfa, féloÌgum eða oÌðrum hagsmunahópum þegar þær hafa til meðferðar mál sem eðlilegt þykir að fjalla um á þann hátt áður en þau eru afgreidd í viðkomandi nefnd. Fagráð sem kosin eru skv. B-lið 63. gr. skulu að jafnaði halda einn opinn fund árlega.