Borgin auglýsti mest í Fréttablaðinu

Auglýsingakostnaður ReyFréttablaðið fékk stærstu sneiðinakjavíkurborgar er rúmur milljarður frá 2010.

Fréttablaðið fékk stærstu sneiðina

Frétt á eyjan.is

 

Auglýsingakostnaður Reykjavíkurborgar frá árinu 2010 og fram til febrúar ársins 2019 er rúmur milljarður króna, eða alls 1.016.520. Þetta kemur fram í samantekt fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurnar Miðflokksins fyrir borgarráði.

Fréttabl. augl. 2Spurt var:

„Hvað hefur borgin auglýst í fjölmiðlum fyrir háar upphæðir á áranum 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og það sem af er árinu 2019? Svarið óskast sundurliðað eftir miðlum tæmandi talið, eftir dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi, hverfablöðum og öðrum þeim miðlum sem auglýst hefur verið í.“

Í meðfylgjandi mynd og töflu hvernig kostnaðurinn skiptist á milli ára í milljónum talið. Þar sést að kostnaður hefur aukist töluvert frá árinu 2010 og hefur aukist undanfarin ár.

Fréttablaðið fékk stærstu sneiðina

Alls verslaði Reykjavíkurborg við tæplega 500 birgja á þessu árabili. Þar voru 365- prentmiðlar lang fyrirferðarmestir, sem gáfu út Fréttablaðið áður en 365 miðlum var skipt upp.

Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig auglýsingakostnaður skiptist á milli þeirra birgja sem eru með meira en 1% viðskipta af heildar auglýsingakostnaði eða samtals 25 birgjar. Aðrir birgjar (tæplega 475) voru hver og einn með minna en 1% kostnaðar sem samtals nemur 206.264 þkr. eða 20,3% af heildarkostnaði áranna 2010 til upphafs ársins 2019.

Í svarinu segir einnig:

„Þegar rýnt er í töfluna hér til hliðar má sjá hvernig sundurliðun auglýsingakostnaðar er bókaður eftir birgjum sem hvort heldur geta verið miðlar eða aðrir birgjar. Um 79,7% kostnaðar eða 810.256 þkr leggst til vegna þeirra 25 birgja sem hver fyrir sig eru með meira en 1% af heildafjárhæð auglýsingakostnaðar. Dæmi: H. Pálsson ehf. er verkfræðistofa sem sér um auglýsingar á aðal- og deiliskipulagi borgarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er hægt að sjá sundurliðun í fjárhaldskerfi á því í hvaða miðlum þær auglýsingar birtust. Þannig gæti hluti þess auglýsingakostnaðar sem bókaður er á H. Pálsson ehf. verið vegna auglýsinga sem birtust í prentmiðlum t.d. bæði Árvakurs hf. og 365 prentmiðla ehf. til viðbótar við þann kostnað sem er bókaður beint á þá miðla, sbr. töfluna hér til hliðar. Gefur því framangreind mynd svo og taflan ekki rétta mynd af því hvernig sundurliðuð skipting er á birtingum auglýsinga eftir miðlum og eftir tegund miðla (þ.e. útvarp, sjónvarp, prentmiðlar, netmiðlar eða annað) heldur einungis heildarkostnað allra auglýsinga borgarinnar á tilgreindu árabili.“

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband