Viđbrögđ Icelandair: Ćtla ađ "fylgjast grannt međ"
10.3.2019 | 19:42
Flugstjórar vélanna tilkynntu um tćknilega örđugleika
Í morgun hrapađi vél Ethiopian Airlines á leiđ sinni frá Addis Ababa til Naíróbí. Vélin tók á loft um hálf níu ađ stađartíma í morgun en missti samband viđ flugturninn um sex mínútum síđar. Stađfest er ađ 157 sem voru um borđ í vélinni hafi farist. Flugstjóri farţegaţotunnar hafđi óskađ eftir leyfi til ađ snúa vélinni viđ skömmu eftir flugtak vegna vandrćđa og hafđi fengiđ leyfi frá flugturninum í Addis Ababa til ađ lenda. Á blađamannafundi fyrr í dag sagđi forstjóri flugfélagsins ađ flugstjórinn vćri afbragđs flugmađur međ meira en átta ţúsund flugtíma ađ baki. Flugvélin hafđi einungis veriđ í notkun hjá félaginu í um fjóra mánuđi.
Í september í fyrra fórst farţegaţota Lion Air, einnig af gerđinni Boeing 737, međ 189 innanborđs ađeins 13 mínútum eftir flugtak. Flugmađur vélarinnar hafđi óskađ eftir ţví ađ snúa vélinni viđ skömmu áđur en hún hvarf af ratsjám. Ţá hafđi veriđ tilkynnt um tćknibilun í vélinni daginn áđur en ađ hún fórst.
Icelandair fylgist grannt međ gangi mála
Icelandair er međ ţrjár vélar af gerđinni Boeing 737 MAX 8 í notkun. Sex slíkar vélar bćtast viđ flugflotann nú á vormánuđunum. Jens Ţórđarson, framkvćmdastjóri rekstrarsviđs Icelandair, segir ađ félagiđ muni ekki bregđast sérstaklega viđ ţessum fregnum ađ svo stöddu en ađ grannt verđi fylgst međ gangi mála.
Ţetta er nýskeđ og svo sem ekkert sem viđ vitum um orsök ţessa slyss. Ţađ er alltof seint ađ tengja ţađ viđ flugvélina eđa ţess háttar. Viđ erum í samstarfi viđ framleiđanda vélarinnar alla daga og í ţessu tilfelli ţá er ţađ alltaf Boeing sem myndi leggja fram upplýsingar ţegar eitthvđa kemur út úr rannsókn slyssins, ef ţau telja tilefni til ađgerđa.
Jens segir ađ reksturinn á ţeim ţremur vélum eru í notkun hjá Icelandair hafi gengiđ mjög vel. Auk ţess sé starfsfólk flugfélagsins vel ţjálfađ til ađ bregđast viđ ţeim ađstćđum sem kunna ađ koma upp um borđ. Viđ teljum ađ sú bilun sem kom upp í vél Lion Air á sínum tíma, ađ í fyrsta lagi hafi veriđ hćgt ađ komast hjá henni í okkar umhverfi og í öđru lagi ađ flugmenn okkar hafa áratugum saman fengiđ mjög góđa ţjálfun í ţví ađ bregđast viđ ţeim ađstćđum sem koma upp um borđ. Viđ störfum samkvćmt okkar öryggisstöđlum sem hafa reynst okkur vel.
Jens segir hvorki hćgt ađ segja af né á ađ svo stöddu hvort tilviljun valdi ţví ađ báđar vélarnar hafi veriđ af sömu gerđ. Ţađ er eđlilegt ađ tengja ţetta saman en ţađ er bara ekkert hćgt ađ segja hvađ gerđist í Eţíópíu í morgun og međan svo er getum viđ ekkert fullyrt. (Úr fréttum í kvöld)
Ţetta er bara alls ekki mjög traustvekjandi. Tvćr nýjar vélar af sömu gerđ hafa farist á hálfu ári. Er ţađ tilviljun? Vissulega á eftir ađ rannsaka ţetta en engu ađ síđur skyldi mađur ćtla ađ engir sjensar séu teknir međ líf og limi tugi farţega.