Lögfræðingum var stundum sigað á skjólstæðinga Félagsbústaða

Svar barst við fyrirspurn um lögfræðikostnað Félagsbústaða og hér kemur bókun Flokks fólksins

Borgarfulltrúi Flokks fólksins þakkar skjótt og skýrt svar frá framkvæmdarstjóra Félagsbústaða um sundurliðun lögfræðikostnaðar. Það er leitt að sjá hvernig Félagsbústaðir hafa eytt tæpum 112 milljónum í lögfræðikostnað undanfarin 6 ár. Stærstu póstarnir eru Málþing ehf, Lögheimtan og Mótus eða um 100 milljónir. Lögfræðikostnaður vegna innheimtumála nam tæpum 65.8 milljónum eða um 12.3 mkr á ári. Borgarfulltrúa finnst miklu fé hafa verið varið í að innheimta af fólki sem margt hvert hefur e.t.v. enga möguleika á að greiða þessar skuldir. Er t.d. kannað hvað liggur að baki því að fólkið geti ekki greitt? Fólk skuldar varla að gamni sínu. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta harkalegar aðgerðir. Það er hægt að innheimta án þess að senda skuldina til lögfræðings. All margar kvartanir bárust borgarfulltrúa á síðasta ári um að Félagsbústaðir sigi á það lögfræðingum í sífellu. Það ætti að vera eðlilegt að bíða í lengstu lög að rukka fólk sem vegna lágra tekna eða erfiðra aðstæðna getur ekki greitt skuld sína. Hér mætti vel nefna þá sem hafa orðið fyrir skaða vegna myglu og raka í húsnæði Félagsbústaða. Ef horft er til sanngirnissjónarmiða má spyrja hvort þeir sem hafa búið í mygluhúsnæði hafi fengið einhverjar skaðabætur frá Félagsbústöðu jafnvel þótt alvarlegt heilsutjón hafi verið staðfest?

 

Félagsb. mynd lögfræðik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband