Börn veik af myglu og raka í skólahúsnæði borgarinnar

Það var hart tekist á um myglu og raka í leik- og grunnskólum á fundi borgarstjórnar í gær. Meirihlutinn varðist fimlega og ekki er inn í myndinni að viðurkennt er að borgaryfirvöld til margra ára hefur flotið sofandi að feigðarósi þegar kemur að viðhaldi hvað þá að hlustað á kvartanir og ábendingar foreldra og starfsfólks. Flokkur fólksins var með eftirfarandi bókun:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill benda á að langvarandi skortur á viðhaldi og að ekki hafi verið sett fjármagn í þennan flokk er nú illilega að koma í bakið á borgaryfirvöldum  með mögulega miklum tilkostnaði og ómældum óþægindum fyrir foreldra og börn sbr. Fossvogsskóla. Útsvarsfé borgarbúa hefur sannarlega ekki verið sett í viðhald á húsnæði þar sem börnin í borginni sækja nám sitt. Hér hefur verið flotið sofandi að feigðarósi. Staðan væri ella ekki svona slæm og þessi vandi varð ekki til í gær heldur er uppsafnaður til margra ára. Lengi var ekki hlustað á kvartanir, ábendingar og upplýsingar og ýmis einkenni hafa verið hunsuð. Hefði viðhaldi verið sinnt og brugðist strax við fyrstu mögulegu vísbendingum hefði vandinn ekki orðið svona djúpstæður. Ljóst er að um­fangs­mik­illa fram­kvæmda er þörf. Hvernig á að bæta börnunum, foreldrum og starfsfólki þetta upp? Fram hefur komið að það er foreldri sem knúði á um út­tekt á skóla­hús­næði Fossvogsskóla. Það þurfti að knýja sérstaklega á um þetta, berjast fyrir að fá almennilega skoðun þegar börnin voru farin að veikjast vegna myglu og raka. Borgaryfirvöldum ber að hlusta á borgarbúa, heyra raddir þeirra þegar koma mikilvægar upplýsingar og ábendingar. Annað sýnir virðingarleysi gagnvart borgarbúum, foreldrum, börnum og starfsfólkinu.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband