Biđlista-meinsemdin í Reykjavík rótgróin

Af og til ber­ast frétt­ir af óánćgju kenn­ara og for­eldra vegna óbođlegra ađstćđna í skól­um borg­ar­inn­ar sem koma m.a. niđur á börn­um međ sérţarf­ir. Ný­leg­ar frétt­ir um mál af ţessu tagi komu frá Dal­skóla. Ţar er hús­nćđiđ sprungiđ og bygg­ing­ar­fram­kvćmd­ir hafa dreg­ist á lang­inn. Ástandiđ kem­ur illa niđur á nem­end­um og ekki síst börn­um međ sérţarf­ir. Í Dal­skóla er eng­in ađstađa fyr­ir sér­kennslu og börn­in hafa eng­an stađ til ađ vera á, eins og seg­ir í frétt um skóla­starfiđ.

Óvissa fer sér­lega illa í börn međ sérţarf­ir. Ástand sem ţetta ýtir und­ir kvíđa sem hef­ur áhrif á líđan barna í skól­an­um. For­eldr­ar eru orđnir langţreytt­ir og hafa sum­ir ţess vegna sótt um pláss fyr­ir börn sín í öđrum skól­um. Ađ sćkja um pláss fyr­ir barn međ sérţarf­ir í öđrum skóla er ekki ein­falt mál. Ţeir fáu sér­skól­ar og sér­deild­ir sem rek­in eru í Reykja­vík eru full og biđlist­ar lang­ir.

Vax­andi van­líđan barna hef­ur veriđ mikiđ til umrćđu í vet­ur. Birt­ar hafa veriđ niđur­stöđur kann­ana og einnig kom út skýrsla frá land­lćknisembćtt­inu ţar sem fram komu upp­lýs­ing­ar um aukna van­líđan nem­enda í skól­um. Skóla­forđun er vandi sem hef­ur fariđ vax­andi sam­hliđa auk­inni van­líđan barna í skól­um sín­um. Í gögn­um land­lćkn­is seg­ir ađ rúm­lega 9% ung­menna á Íslandi hafi gert til­raun til sjálfs­vígs.

 

Til­lög­ur ađ úr­bót­um og lausn­um ým­ist felld­ar eđa vísađ frá

Flokk­ur fólks­ins hef­ur lagt fram til­lög­ur í borg­ar­stjórn sem lúta ađ ađgengi barna ađ sér­frćđiţjón­ustu og til­lög­ur um fjölg­un eđa stćkk­un sér­skóla­úr­rćđa. Til­lög­ur hafa ým­ist veriđ felld­ar eđa ţeim vísađ frá.

Snemma á nýju kjör­tíma­bili lagđi ég fram til­lögu um ađ skóla­sál­frćđing­ur skyldi vera í sér­hverj­um skóla í a.m.k. 40% starfs­hlut­falli.

Ţá lagđi ég fram til­lögu um biđlist­a­laust ađgengi barna ađ sér­frćđing­um borg­ar­inn­ar. Ţađ er á ábyrgđ skóla- og frí­stundaráđs ađ tryggja ađgengi barna ađ skóla­sál­frćđing­um og ađ í skól­um starfi nćgj­an­lega marg­ir sál­frćđing­ar og ađrir sér­frćđing­ar til ađ sinna ólík­um náms- og fé­lags­leg­um ţörf­um barn­anna. Á ţessu hef­ur veriđ mik­ill mis­brest­ur í lang­an tíma. „Skóli án ađgrein­ing­ar“ virk­ar ein­mitt ekki sem skyldi vegna ţess ađ í hinu al­menna skóla­kerfi er ekki fjöl­breytt flóra fag­fólks til ađ sinna börn­um međ ólík­ar ţarf­ir.

All­ir vita ađ tal­meinavandi sem ekki er međhöndlađur af fagađila get­ur brotiđ niđur sjálfs­traust barns. Á vorönn lagđi ég fram til­lögu um ađ borg­ar­stjórn samţykkti ađ grunn­skól­ar í Reykja­vík sćju börn­um fyr­ir áfram­hald­andi tal­meinaţjón­ustu í grunn­skóla vćri ţađ fag­legt mat ađ frek­ari ţjón­ustu vćri ţörf.

Nokkr­ar til­lög­ur sem snúa beint ađ sér­skóla­úr­rćđum hafa veriđ lagđar fram í vet­ur. Lagt var til ađ fleiri sér­skóla­úr­rćđi eins og Kletta­skóli yrđu sett á lagg­irn­ar ţar sem hann er sprung­inn. Kletta­skóli er eini sér­skól­inn í Reykja­vík af sinni gerđ. Ţađ er rétt­ur hvers barns ađ fá skóla­úr­rćđi viđ hćfi ţar sem ţví líđur vel, ţar sem náms­efni er viđ hćfi og fé­lags­leg­um ţörf­um ţess er mćtt. Í ţess­um efn­um eiga for­eldr­ar ávallt ađ hafa val enda ţekkja for­eldr­ar börn sín og vita hvađ hent­ar ţeim náms- og fé­lags­lega.

Ţá freistađi Flokk­ur fólks­ins ţess ađ leggja til ađ breyta inn­töku­regl­um í ţátt­töku­bekk Kletta­skóla ţannig ađ ţćr verđi rýmkađar og ţátt­töku­bekkj­um fjölgađ eft­ir ţörf­um. Eins og stađan er í dag eru inn­töku­skil­yrđi í ţátt­töku­bekk ţau sömu og í Kletta­skóla. Ţetta eru of ströng skil­yrđi og fćl­ir mögu­lega for­eldra frá ađ sćkja um fyr­ir börn sín. Ađsókn vćri meiri án efa ef skil­yrđin vćru ekki svona ströng. Vitađ er ađ hóp­ur barna berst í bökk­um í al­menn­um bekk međ eđa án stuđnings eđa sér­kennslu.

Of­an­greind­ar til­lög­ur hafa ekki hlotiđ hljóm­grunn hjá meiri­hlut­an­um í borg­inni.

Ný­lega lagđi Flokk­ur fólks­ins til ađ byggt yrđi viđ Brú­ar­skóla til ţess ađ hann gćti stćkkađ og tekiđ viđ fleiri nem­end­um. Stađsetn­ing Brú­ar­skóla, sem er í Vest­ur­hlíđ, er afar hent­ug fyr­ir skóla eins og Brú­ar­skóla ţar sem stađsetn­ing­in er ótengd m.a. íbúđar­hverfi og versl­un­um. Núna eru 19 börn á biđlista. Brú­ar­skóli er eini sinn­ar teg­und­ar. Í hon­um stunda nám börn sem eiga viđ djúp­stćđan hegđun­ar­vanda ađ stríđa sem rekja má til ólíkra or­saka og rask­ana. Ţess­ari til­lögu var vísađ til skóla- og frí­stund­ar­ráđs.

 

Biđlist­ar rót­gróiđ vanda­mál í Reykja­vík

Börn eiga ekki ađ ţurfa ađ bíđa eft­ir sér­frćđiţjón­ustu af neinu tagi en biđin eft­ir ađ kom­ast til sál­frćđings, ým­ist í viđtöl eđa í grein­ingu, og til tal­meina­frćđings er stund­um marg­ir mánuđir. Biđlist­ar eru til­komn­ir af ţví ađ ţjón­usta viđ börn hef­ur ekki fengiđ nćgj­an­legt fjár­magn. Ţessi mála­flokk­ur hef­ur veriđ svelt­ur. Barn sem er sett í ţćr ađstćđur ađ stunda nám ţar sem ţađ fćr ţörf­um sín­um ekki mćtt og er ekki međal jafn­ingja á á hćttu ađ vesl­ast smám sam­an upp and­lega. Einn góđan veđur­dag neit­ar ţetta barn kannski ađ fara í skól­ann. Ţetta barn er einnig í mun meiri áhćttu međ ađ grípa til örţrifaráđa eins og sjálf­skađa og jafn­vel sjálfs­vígstilrauna síđar ef ađstćđur hafa veriđ ţví óholl­ar um lang­an tíma.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband