Frítt í strætó fyrir grunnskólanema 200 m.kr. á ári

Ég lagði fram fyrirspurn í borgarráði um hvað það myndi kosta á ári ef grunnskólanemar fengju frítt í strætó. 

Hér er svarið frá Strætó bs:

Heildarfargjaldatekjur af afsláttarfargjöldum til barna og ungmenna á árinu 2018 er áætlaður um 360 m.kr. og áætla má að hlutur Reykjavíkur af þessum hópi sé amk. 57% (hlutfall íbúa Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu), eða amk. 200 m.kr.

Bókun Flokks fólksins:

 

Fram kemur í svari við fyrirspurn Flokks fólksins um hvað það muni kosta ef grunnskólanemar fái frítt í Strætó. Það eru um 200 milljónir og segir í svari að það gæti verið erfitt miðað við núverandi greiðslufyrirkomulag að gera greinarmun á því hvort barn/ungmenni ætti rétt á að ferðast frítt eða ekki. Borgarfulltrúa finnst sýnt að hægt væri að láta þá sem eiga rétt á að ferðast frítt fá kort sem þau sýna við komu í vagninn. Svo málið er nú ekki flóknara en það. Gera má því skóna að væri frítt í strætó fyrir grunnskólanema í Reykjavík myndi notkun aukast. Í það minnsta væri vel þess virði að prófa þetta í tilraunaskyni í hálft til eitt ár. Þetta mundi auk þess muna miklu fjárhagslega fyrir fjölskyldur t.d. þar sem fleiri en eitt barn er á grunnskólaaldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband