Einstaklingi í hjólastól neitađ um ađstođ af vagnstjóra um borđ í strćtó

Hvađ er eiginlega í gangi hjá Strćtó bs? Stjórnendavandi? Í fréttum í kvöld segir einstaklingur sem er í hjólastól frá ađ honum var neitađ um ađstođ um borđ í strćtó og var skilinn eftir.
Í ţessu sambandi langar mig ađ minna á svar Strćtó viđ fyrirspurn minni um fjölda kvartana en á síđasta ári voru kvartanir/ábendingar 2779 ađallega vegna framkomu vangstjóra, aksturslags og tímasetningar eins og segir í svari frá Strćtó.
Ég sagđi ţá og segi enn ađ ţetta er ekki eđlilegt.
Ég spyr hvađ er eiginlega ađ í ţessu fyrirtćki? Allt ţetta hlýtur ađ vera erfitt fyrir ţađ fólk. Hér myndi ég segja ađ vćri um stjórnendavanda ađ rćđa frekar en nokkuđ annađ.
 
Bókun Flokks fólksins viđ svari frá Strćtó bs. um fjölda kvartana sem kunna ađ hafa borist Strćtó bs frá notendum ţjónustunnar:
 
Í svari viđ fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvartanir sem kunna ađ hafa borist Strćtó bs. frá notendum ţjónustunnar kemur fram ađ fjöldi ábendinga eru eftirfarandi: 2016 - 3654 ábendingar, 2017 - 2536 ábendingar 2018 - 2778 ábendingar. Flestar ábendingar sem berast Strćtó snúa ađ aksturslagi, framkomu vagnstjóra og tímasetningum. Borgarfulltrúa Flokks fólksins sýnist á svari ađ gćđakerfiđ sé gott og gengiđ er strax í málin en fjöldi ábendinga er óheyrilegur. Borgarfulltrúi átti kannski von á 100 til 200 ábendingum en ekki á ţriđja ţúsund og yfir. Fjölgun er milli ára 2017 til 2018 og munar ţar um ca. 200 ábendingum. Fćkkun sem er frá 2016 til 2017 heldur ekki áfram áriđ 2018 heldur fjölgar ţá aftur ábendingum. Ţetta er afar sérstakt. Flokkur fólksins spyr hvort kafađ hafi veriđ ofan í ţessu mál og unniđ ađ ţví ađ fćkka ábendingum verulega. Áhugavert vćri ađ fá nánari flokkun á ţessu t.d. eru flestar kannski kvartanir vegna tímasetningar? Niđurstađan í huga borgarfulltrúa Flokks fólksins ţegar hann hefur séđ ţetta svar er ađ ţađ er eitthvađ mikiđ ađ í ţessu fyrirtćki ţegar kemur ađ ţjónustu viđ farţega. Slíkur fjöldi ábendinga er ekki eđlilegur.
 
Framhaldsfyrirspurnir í tengslum viđ svar vegna kvartana til Strćtó
 
Í framhaldi af svari Strćtó bs. um fjölda kvartana óskar borgarfulltrúi eftir ađ fá nánari sundurliđun á ţessum ábendingum til ţriggja ára og upplýsingar um hvort fariđ hefur veriđ ofan í saumana á ţeim međ ţađ ađ markmiđi ađ fćkka ţeim. Um ţetta er spurt vegna ţess ađ ábendingum fjölgar aftur áriđ 2018 frá árinu 2017. Ţađ er sérkennilegt í ljósi ţess ađ í svari frá Strćtó kemur fram ađ unniđ sé markvisst međ ábendingar og er ábyrgđarađili settur á hverja ábendingu sem tryggir ađ úrvinnsla hennar eigi sér stađ? Loks er óskađ upplýsinga um hve margar af ţessum ábendingum leiđi til verulegra úrbóta.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband